25.9.2014

GARPUR - rannsókn á áreiðanleika raforkuflutningskerfa komin vel á skrið

Á þriðja tug fræðimanna, sérfræðinga og stjórnenda frá raforkuflutningsfyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem tengjast rannsóknarverkefninu GARPUR komu saman hjá Landsneti í liðinni viku til að fara yfir stöðu mála í þeim verkhluta sem Landsnet leiðir í rannsókninni og snýr að rauntímastýringu og skammtímaáætlanagerð raforkukerfisins.

19.9.2014

Neyðarbúnaður vegna flóðahættu fluttur að Búrfelli og Sultartanga

Landsnet hefur flutt stálturna og annað viðgerðarefni að tengivirkjum fyrirtækisins við Búrfell og Sultartanga til að auka viðbragðsgetu og stytta viðgerðartíma, komi til bilana á háspennulínum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu vegna eldgoss í Bárðarbungu.

17.9.2014

Staða forstjóra Landsnets er laus til umsóknar

Á ársfjórðungsfundi Landsnets í síðustu viku tilkynnti stjórnarformaður starfsmönnum að Þórður Guðmundsson forstjóri hefði óskað eftir að láta af störfum um næstu áramót.

11.9.2014

Forstjóri Landsnets lætur af störfum um áramót

Kaflaskil verða í starfsemi Landsnets um áramót þegar Þórður Guðmundsson forstjóri lætur af störfum en hann hefur stýrt fyrirtækinu allt frá stofnun þess fyrir 10 árum. Starf forstjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.

10.9.2014

Mikill áhugi á að starfa fyrir Landsnet

Vel á annað hundrað svör bárust vegna tveggja starfa sem auglýst voru laus til umsóknar hjá Landsneti á dögunum. Þakkar fyrirtækið öllum umsækjendum fyrir áhugann en fyrirséð er að úrvinnsla þeirra mun taka nokkurn tíma.

8.9.2014

Nýtt tengivirki tekið í notkun

Nýtt tengivirki landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið formlega í gagnið á miðvikudag.

3.9.2014

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið í dag þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok.

28.8.2014

Landsnet hyggst opna starfsstöð á Akureyri

Landsnet kannar nú möguleikana á því að koma á fót viðhalds- og viðbragðsaðstöðu fyrirtækisins fyrir Norðurland og hefur í því sambandi verið auglýst eftir hentugu húsnæði á Akureyri til kaups eða langtímaleigu.

23.8.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Dyngjujökli

Neyðarstjórn Landsnets kom saman kl 15:15 í dag vegna tilkynningar frá Almannavörnum um að gos væri hafið í Dyngjujökli. Miðað við fregnir er um lítið gos að ræða en búast má við að flóðvatn skili sér í Jökulsá á Fjöllum.

22.8.2014

Landsnet fagnar stefnumótun í lagningu raflína

„Landsnet hefur beðið eftir stefnumótun stjórnvalda í þessum málum í um sjö ár og það er von okkar að þetta nái fram að ganga,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína, sem nú liggur frammi til umsagnar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar eru sett fram viðmið og meginreglur sem leggja beri til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar álitamál um hvenær skuli leggja raflínur í jörð og hvenær skuli reisa loftlínur.

21.8.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu komi til eldsumbrota í norðanverðum Vatnajökli

Viðbragðsáætlanir Landsnets vegna eldgosa og náttúruhamfara hafa verið yfirfarnar og búið að gera ráðstafanir vegna varafls á þeim svæðum sem gætu orðið straumlaus ef flutningslínur gefa sig, komi til eldsumbrota í norðanverðum Vatnajökli.

18.8.2014

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti fór fram í gær með kynningum á þeim verkefnum sem nemarnir hafa unnið að hjá fyrirtækinu í sumar. Voru þær hinar áhugaverðustu og háskólanemarnir ánægðir með þá reynslu sem þeir höfðu aflað sér hjá Landsneti.

14.8.2014

Yfirlýsing vegna raforkuskerðingar til verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins

Í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem látið er að því liggja að Landsnet hafi fyrirvaralaust „kippt úr sambandi“ verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins vegna viðhalds á línu, er rétt að árétta eftirfarandi:

12.8.2014

Endurnýjun Hellulínu 2 undirbúin

Landsnet undirbýr nýja jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, sem leysa mun af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2, en hún er með elstu línum í flutningskerfinu, eða frá árinu 1948, og þarfnast orðið endurnýjunar.

7.8.2014

Hagnaður Landsnets ríflega 1,2 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins

Hagnaður Landsnets fyrstu sex mánuði ársins nam 1.231 mkr. samanborið við 1.488 mkr. hagnað fyrir sama tímabil árið 2013.

17.7.2014

Grænt ljós á tengingu kísilvers United Silicon við flutningskerfi Landsnets

Öllum fyrirvörum vegna samkomulags um raforkuflutninga fyrir kísilver United Silicon í Helguvík hefur nú verið aflétt. Hönnun og undirbúningur framkvæmda fer nú á fullan skrið hjá Landsneti og er miðað við að orkuafhending hefjist í febrúar 2016. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1,3 milljarðar króna.

16.7.2014

Á að gera verklag gagnsærra og efla samráð við hagsmunaðila

Drög að frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þar sem kveðið er á með ítarlegum hætti hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er nú til almennrar kynningar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að kerfisáætlun um langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfisins á Íslandi fái þann lagalega grundvöll sem nauðsynlegur er fyrir áætlun sem lýtur að jafn mikilvægum grunnkerfum landsins.

9.7.2014

Skipulagsstofnun hafnar ósk um endurskoðun matsskýrslu um Suðurnesjalínu 2

Skipulagsstofnun hefur hafnað erindi frá landeigendum tiltekinna jarða á Vatnsleysuströnd sem óskuðu eftir því að matsáætlun Landsnets um Suðurnesjalínu 2, sem er hluti áforma um lagningu Suðvesturlína, yrði endurskoðaður.

4.7.2014

Landsnet á atvinnulífssýningu á Bifröst

Landsnet tekur þátt í sýningu um íslenskt atvinnulíf sem opnuð var á Bifröst í byrjun júní og stendur yfir í allt sumar.

24.6.2014

Viðurkenning fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði

Gunnar Ingi Valdimarsson fékk á dögunum viðurkenningu Tæknifræðingafélags Íslands fyrir lokaverkefni í Háskólanum Reykjavík sem unnið var fyrir Landsnet í vetur, undir leiðsögn Ragnars Guðmannssonar. Titill verkefnisins er „Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls“ en aðeins þrjú verkefni fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði á þessu ári.