23.6.2014

132 tonn hífð inn í varaaflsstöð Landsnets á Vestfjörðum

Varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er nú óðum að taka á sig mynd. Díselvélarnar sex, sem þar verða til taks frá og með haustinu, komu til landsins í byrjun mánaðarins. Vinnu við að hífa þær á sinn stað í vélahúsinu er nú lokið og hægt að hefjast handa við uppsetningu þeirra og frágang.

20.6.2014

Unnið að auknum rafmagnsflutningi til Eyja

Undirbúningur fyrir aukna rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja stendur nú yfir hjá Landsneti og fleiri aðilum í kjölfar lagningar Vestmannaeyjastrengs 3 í fyrra. Hann er gerður fyrir 66 kV spennu en var til að byrja með tengdur á 33 kV spennu, þannig að hægt er að auka flutninginn, án þess að leggja þurfi nýjan streng.

20.6.2014

Falsboð í tölvubúnaði orsök truflunar í raforkukerfinu

Alvarlegar rekstrartruflanir urðu í raforkukerfi Landsnets í fyrradag þegar unnið var að uppfærslu tölvubúnaðar orkustjórnkerfis fyrirtækisins. Atvikið leiddi til mikillar undirtíðni í öllu kerfinu og undirtíðniútleysinga bæði á Austurlandi og Suðvesturlandi. Rekstur byggðalínunnar er löngu kominn að þanmörkum og spennusveiflur tíðar, einkum austanlands, því lítið má út af bregða í stjórn raforkukerfisins.

18.6.2014

Heimildamyndin Lífæðin til Eyja sýnd í Sjónvarpinu

Þegar í ljós kom haustið 2012 að rafmagnsflutningur til eins mikilvægasta sjávarútvegsbæjar Íslands, Vestmannaeyja, hékk á bláþræði var allt kapp lagt á að leggja nýjan og öruggan sæstreng milli lands og Eyja sumarið 2013.

16.6.2014

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi hefur verið unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það að meginmarkmiði að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á „mannvirkjabelti“ Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði á milli þeirra. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og er hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti.

28.5.2014

Nýr spennir í tengivirki Landsnets í Fljótsdal

Samsetningu er nú að ljúka á nýjum 100 MVA spenni í tengivirki Landsnets í Fljótsdal og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í rekstur í byrjun ágústmánaðar. Nýi spennirinn leysir af hólmi spenni 8 í tengivirkinu og verður hann í framhaldinu sendur til Bretlands í viðgerð.

20.5.2014

Vélbúnaður í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík á leið til landsins

Vélbúnaður fyrir varadíselrafstöð Landsnets í Bolungarvík er væntanlegur til landsins um hvítasunnuhelgina, eða eftir tæpan mánuð, og er ætlunin að þá hefjist strax vinna við uppsetningu vélanna. Til að það megi verða er nú keppst við að ljúka þeim verkhlutum sem þurfa að vera búnir svo uppsetningin geti hafist en stefnt er að því að stöðin verði gangsett í lok október eða byrjun nóvembermánaðar.

19.5.2014

Vistferilgreining á flutningskerfi Landsnets

Vistferilgreining (Live Cycle Assessment) fyrir öll spennustig loftlína og tengivirkja í flutningskerfi Landsnets leiðir í ljós að árangursríkasta leiðin til að draga úr kolefnisspori fyrirtækisins er að minnka flutningstöp í raforkukerfinu og nota eingöngu leiðara eða háspennuvíra sem framleiddir eru á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða ál, svo sem eins og á Íslandi. Þá sýnir greiningin að umhverifsáhrifin miðað við flutta kílóvattstund (kWh) eru minnst í 220 kílovolta (kV) flutningskerfinu hérlendis.

14.5.2014

Flutningskerfið þarf að styrkja

Skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landsnet sýnir að meirihluti svarenda er fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjanlegrar orku og vill áframhaldandi uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. Innan við helmingur svarenda segist verða var við loftlínur í næsta nágrenni sínu eða annars staðar en meirihluti svarenda vill nýta jarðstrengi að minnsta kosti til jafns við loftlínur. Færri vilja hins vegar greiða hærra verð fyrir raforkuna til að fá jarðstrengi í stað loftlína.

13.5.2014

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.

12.5.2014

Viðgerð við erfiðar aðstæður lokið á Þeistareykjastreng

Það tekur umtalsvert lengri tíma að gera við jarðstreng en loftlínu við bestu skilyrði, hvað þá þegar veðurfar og snjóalög setja strik í reikninginn, eins og Landsnetsmenn fengu að reyna við viðgerð á Þeistareykjalínu 2, 66 kílóvolta jarðstreng, sem bilaði í ársbyrjun en hefur nú verið tekinn aftur í notkun.

8.5.2014

Orsök straumleysis og spennusveiflna á Austurlandi

Ástæður spennusveiflna í raforkukerfinu á Austurlandi á mánudagskvöld, í kjölfar truflunar í raforkukerfinu á Suðvesturlandi, eru fyrst og fremst raktar til þess að rekstur byggðalínunnar er kominn að þanmörkum. Straumlaust varð víða um tíma eystra og fregnir hafa borist af tjóni á raftækjum.

6.5.2014

Vel heppnaður kynningarfundur um umhverfisskýrslu kerfisáætlunar

Nauðsynlegt er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Íslandi og styrking kerfisins felur í öllum tilvikum í sér nauðsyn þess að styrkja tengingar milli Suðurlands og Norðausturlands.

2.5.2014

Kynning á kerfisáætlun 2014-2023 og drögum að umhverfisskýrslu

Landsnet efnir til kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar að morgni þriðjudagsins 6. maí nk. í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Áhugasamir geta einnig fylgst með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Landsnets.

29.4.2014

Ríflega tvöföldun milli ára á útgáfu upprunaábyrgða raforku hjá Landsneti

Útgáfa upprunaábyrgða raforku, svokallaðra grænna skírteina, fór langt fram úr áætlun hjá Landsneti í fyrra og var ríflega 13 milljón skírteini á móti tæplega 5,4 milljónum skírteina árið 2012.

15.4.2014

Varað við hættu við háspennumannvirki vegna svif- og skíðadreka

Vegna vaxandi notkunar svokallaðra skíðadreka hérlendis - til að draga skíða- og brettafólk yfir snævi þakta grund - vill Landsnet vara við hættum sem geta skapast ef íþrótt þessi er stunduð of nálægt háspennumannvirkjum, sér í lagi háspennulínum.

11.4.2014

Styrking svæðiskerfisins á vestanverðu Suðurlandi

Selfosslína 3, ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti til að auka afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum en breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss.

4.4.2014

Hættuástand enn víða við háspennulínur

Með hækkandi sól aukast ferðalög á á fjöllum og því vill Landsnet enn og aftur vekja athygli útvistarfólks á því að víða á landinu er hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikillar snjókomu í vetur. Þar sem ástandið er verst hefur verið gripið til þess ráðs að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar.

4.4.2014

Jarðstrengir á hærri spennu töluvert dýrari en loftlínur í Danmörku og Noregi

Lagning jarðstrengja í Noregi og Danmörku er 5 - 10 sinnum dýrari á 400 kV spennu en lagning hefðbundinna loftlína. Þetta kom fram í erindum sem þau Tanja Midtsian frá norsku orkustofnuninni, NVE, og Jens Möller Birkebæk frá Energinet.dk fluttu á almennum kynningarfundi sem nýverið fór fram samhliða aðalfundi Landsnets.

26.3.2014

Stjórn Landsnets endurkjörin

Stjórn Landsnets var endurkjörin á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var fimmtudaginn 20. mars sl., í framhaldi af fjölsóttum kynningarfundi félagsins. Jafnframt var ársreikningur félagsins 2013 staðfestur en rekstrarniðurstaða ársins var nokkuð betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.