Landsnet gerir kröfur til þeirra birgja sem vilja skipta við félagið. Gerðar eru mismiklar kröfur eftir eðli þeirrar vöru, þjónustu eða verks sem birginn veitir. Landsnet gerir ríkar kröfur um upplýsingaöryggi.
Birgjar sem vilja vera í viðskiptum við Landsnet þurfa að gangast undir almenna birgjaskilmála Landsnets og skrifa undir samning þess efnis. Einnig gerir Landsnet ítarlegt birgjamat á birgjum sem selja vörur, þjónustu eða verk sem tengjast raforkukerfinu sem Landsnet rekur.
Almenna birgjaskilmála Landsnets má finna hér.