Megin tilgangur viðskiptaráðs Landsnets er að skapa vettvang samráðs og umræðu um þróun á markaðs- og viðskiptaumhverfi raforkuflutningskerfisins og framtíðarþarfa.
Viðskiptaráð var stofnað 12. júní 2019 eftir að eldra viðskiptamannaráð Landsnets, sem stofnað var árið 2005, var formlega lagt niður. Fyrsti fundur í viðskiptaráði var 18. september 2019. Landsnet hefur umsjón með viðskiptaráðinu og skipar formann þess. Formaður ráðsins er Svandís Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Landsneti.
Allir viðskiptavinir okkar hafa fulltrúa í viðskiptaráði sem þeir skipa sjálfir. Óskað hefur verið eftir tilnefningu frá viðskiptavinum okkar í ráðið. Breytingar á listanum skulu berast til Svandísar Karlsdóttur forstöðumanns viðskiptaþjónustu og -þróunar, svandis@landsnet.is.
Þróunarverkefni
Með breytingum og þróun á raforkumarkaði er oft nauðsynlegt að endurskoða og uppfæra t.d. skilmála okkar til að styðja við þá þróun sem á sér stað á hverjum tíma. Þróunarverkefnin er hægt að lesa sér betur til um hér.