Við hjá Landsneti leggju áherslu á öflugt umbótastarf og að gera betur í dag en í gær. Það er undirstaða framfara og mikilvægur þáttur í menningu fyrirtækisins. Rík áhersla er lögð á ferlavæðingu, straumlínustjórnun og að einfalda gæðakerfið til að tryggja sýnileika í rekstri fyrirtækisins í heild með áherslu á þjónustu við viðskiptavini. Stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og að uppfylla viðeigandi kröfur, bæði lagalegar og aðrar sem tengjast starfseminni. Landsnet er með vottað stjórnunarkerfi í gæða-, heilsu-, öryggis-, upplýsingaöryggis-, jafnlauna-, rafmagnsöryggis- og umhverfismálum. Landsnet hefur samþætt stjórnunarkerfi sem heldur utan um gæðaskjöl sem lýsa rekstri fyrirtækisins
Markmið með stjórnunarkerfinu er meðal annars að stöðugar umbætur eigi sér stað og að lýsa starfsemi fyrirtækisins. Að allir starfsmenn vinni í takt og styttri tími að þjálfa nýtt starfsfólk. Einföld gæðaskjöl sem eru í stöðugri vinnslu, vinna í mistökum og kvörtunum og hámarka ánægju viðskiptavina. Til að ná þessum markmiðum hefur verið mótuð gæðastefna og má finna hana hér