Í okkar umsjón eru mikil verðmæti

Samfélagið og viðskiptavinir gera miklar kröfur til okkar varðandi góða þjónustu, skilvirkan rekstur og stöðuga gjaldskrá. Við sjáum alltaf tækifæri í að gera betur og gerum okkur grein fyrir því að það er lykilatriði til að ná fram skilvirkni í ferlum og hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri raforkukerfisins. Við viljum einfalda og skerpa hluti í þágu viðskiptavina og nýta fjármagn þeirra og okkar betur. Hluti af því er að velja umhverfisvænar lausnir því þannig nýtum við betur auðlindir okkar og heimsins.