Við hjá Landsneti höfum þrjár starfsstöðvar, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum og þaðan sinnum við viðhaldi, eftirliti og viðgerðum á háspennulínum og tengivirkjum.

Verkefni netþjónustunnar skiptast í fjóra meginflokka: rekstrar,- framkvæmda-, bilana- og úrbótaverk. 

Þegar tilkynnt er um bilanir í flutningskerfinu fer strax í gang ákveðið viðbragðsferli hjá netrekstri og stjórnstöð auk þess sem ferli upplýsingamiðlunar fer af stað.

Tilkynningar um bilanir berast stjórnstöð Landsnets en þar er sólarhringsvakt allan ársins hring. Stjórnstöð kemur strax boðum um bilunina til netþjónustunnar sem gerir stöðumat og ef bilunin er þess eðlis að viðgerðar er þörf fer flokkur á vettvang til að gera við skemmdirnar. 

Allar upplýsingar um truflanir birtast hér á vefnum, á samfélagsmiðlum og í Landsnetsappinu. 

Þegar stormurinn blæs er myndband þar sem sést vel hvaða verkefni við erum stundum að eiga við.