Flokka eftir stafrófi

A / Á

 • A.1

  Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun.

  Tilvísun: Útg. 3.0/2008
 • Aðilar

  Aðilar merkir Landsnet og stórnotandi sameiginlega og eintalan („aðili“) hefur samsvarandi merkingu. Tilvísanir til aðila fela í sér síðari handhafa réttinda og skyldna hans og heimilaða framsalshafa.

   

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Aðilaskrá raforkumarkaðar

  Skrá yfir aðila á raforkumarkaði sem eiga samskipti sín á milli með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn samkvæmt Ediel staðlinum.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Aðveitustöð

  Aðveitustöð merkir aðveitustöð fyrir flutning samningsbundins háspennurafmagns þar sem Landsnet afhendir samningsbundna rafmagnið.

   

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Afhendingargæði

  Gæði spennu og tíðni ásamt öryggi afhendingar raforku í flutnings- og dreifikerfum og vinnslufyrirtækjum auk upplýsingargjafar til notenda.

  Tilvísun:

   

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr. 1048/2004
 • Afhendingarspenna

  Afhendingarspenna er sú spenna (málspenna) sem Landsnet afhendir rafmagn á.

  Tilvísun:

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

 • Afhendingarstaður

  Staður í flutnings- eða dreifikerfi þar sem innmötun eða úttekt raforku fer fram

  Afhendingarstaður hefur þá merkingu sem skilgreind er í viðauka við raforkulög nr. 65/2003, með síðari breytingum.

  Tilvísanir: 
   

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (Útg. 1.0/2011)

   

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

   

   

 • Afhendingaröryggi

  Lýsing á áreiðanleika afhendingar raforku, sem tengist rofi á raforku.

  Tilvísun:
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004 
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

  Tilvísun: Rgr. 1048/2004
 • Afltoppur

  Afltoppur er hæsta meðalálag raforku, mælt í skilgreindan tíma. Mælieining afltopps er kW eða kVAr.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Almennur notandi

  Sá sem kaupir raforku til eigin nota, en er ekki stórnotandi.

  Tilvísanir:

  Rgr. Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
  B.5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg 1.0/2010)

 • APERAK

  Ediel skeyti til staðfestingar á móttöku og áreiðanleika upplýsinga Ediel skeyta.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Auðkenni mælistaðar

  Er kóði samsettur úr kóða notkunarferilssvæðis og kennitölu mælistaðar.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Auðkenni notkunarferilssvæðis

  Auðkenni notkunarferilssvæðis er þriggja tölustafa kóði sem Landsnet úthlutar dreifiveitum til skilgreiningar á notkunarferilssvæðum.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)


 • Ábyrgðaraðili jöfnunarorku

  Sá aðili sem ábyrgist með skriflegum samningi við kerfis¬stjórn að jafnvægi sé milli öflunar raforku, það er raforkuframleiðslu og raforkukaupa annars vegar, og ráðstöfunar, það er sölu og notkunar hins vegar.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

  Tilvísun: Rgr. 1050/2004
 • Ábyrgðaraðili mælinga

  Flutningsfyrirtæki og dreifiveitur 
   


  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

  Tilvísun: Rgr. 1050/2004
 • Álestrarlota

  Álestrarlota er tímabil milli tveggja álestra ýmist lotubundið eða óreglulegt.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Ársáætlun

  Ársáætlun er áætlun Landsnets um rof og vinnu í raforkukerfinu sem gerð er árlega og gildir til eins árs í senn.

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins

  Tilvísun: C1 útg 1.0/2010
 • Áætluð hlutfallstala

  Er áætlaður hlutur hvers sölufyrirtækis og jöfnunarábyrgðaraðila í notkunarferli hvers notkunarferilssvæðis, reiknaður út frá áætlaðri ársnotkun á notkunarstöðum sem sölufyrirtæki/jöfnunarábyrgur ber ábyrgð á afhendingu til.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Áætluð nettöp

  Áætluð nettöp er áætlun um nettöp á notkunarferilssvæði notuð í jöfnunarorkuuppgjöri.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010) 

 • Áætluð viðskipti jöfnunarábyrgðaraðila

  er áætluð kaup hans frá öðrum jöfnunarábyrgðaraðilum að frádreginni áætlaðri sölu hans til annarra jöfnunarábyrgðaraðila samkvæmt jöfnunaráætlun

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (útg. 3.0/2009)

B

 • B.1 Gjaldskrá


  Gjaldskrá fyrir flutning á raforku og kerfisþjónustu

  Nr. 13

  Gildir frá 1. janúar 2012

 • B.3

  Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku.

  Tilvísun: Útg. 2.0/2006
 • B.4

  Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

   

 • B.5

  Skilmálar um skerðanlegan flutning

 • B.6

  Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg 2.0/2009).

 • B.7

  Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör

 • B.9

  Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV  

   

 • Bilun

  Það ástand þegar eining í raforkukerfi fer úr rekstri eða hefur takmarkaða getu til að sinna hlutverki sínu

  Tilvísanir:

  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Breyting á yfirráðum

  merkir, (i) að því er varðar stórnotanda, viðskipti eða fleiri en eitt tilvik tengdra viðskipta þar sem: (A) eigandi stórnotandans heldur ekki beinum eða óbeinum yfirráðum yfir honum eftir viðskiptin, hvort sem er með hlut í fyrirtækinu, samningi eða á annan hátt; eða (B) allar eða svo til allar eignir stórnotandans eru seldar eða á annan hátt framseldar öðrum aðila sem er ekki undir beinum eða óbeinum yfirráðum stórnotandans; eða (ii) að því er varðar Landsnet, viðskipti eða fleiri en eitt tilvik tengdra viðskipta þar sem: (A) íslenska ríkið eða Landsvirkjun heldur ekki beinum eða óbeinum yfirráðum yfir Landsneti, eða heldur ekki jafnmiklum yfirráðum varðandi Landsnet og á gildistökudegi þessara skilmála, hvort sem er með hlut í fyrirtækinu, samningi eða á annan hátt; (B) allar eða svo til allar eignir Landsnets eru seldar eða á annan hátt framseldar öðrum aðila sem er ekki undir beinum eða óbeinum yfirráðum íslenska ríkisins.  Sjá nánar :

C

 • C.1

  Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • C.2

  Skilmálar um Kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg. 1.0/2007)

 • C.3

  Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls. (útg. 2.0/2008)

 • C.4

  Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008)

 • C.5

     

  Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

 • C.6

  Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • CENELEC

  Evrópsk staðlasamtök á raftæknisviði, Comité Européen de Normalisation Electrotechnique (European Committee for Electrotechnical Standardization).

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr. 1048/2004

D

 • D.1

  Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueiningar (Útg. 1.0/2008)

 • Dagsetning fullrar afhendingar

  Dagsetning fullrar afhendingar merkir sú dagsetning sem er tiltekin í viðkomandi flutningssamningi.

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • DELFOR

  Ediel skeyti til miðlunar á uppgjörsgögnum og áætlunum.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009).

 • Deyfivöf

  eru vöf á pólum rafala ætluð til þess að deyfa svipular sveiflur í snúningshraða rafalans.

  Tilvísun:

  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (Útg 1.0).

 • Dreifikerfi

  Raflínur sem ekki teljast til flutningskerfisins ásamt mannvirkjum og búnaði þeim tengdum til og með heimtaug. Enn fremur mælar og mælabúnaður hjá notendum

  Tilvísun:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Dreifiveita

  Fyrirtæki sem hefur leyfi til dreifingar raforku á afmörkuðu svæði.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
  A1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun. (Útg. 3.0/2008)
  C1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (Útg. 1.0/2010)
  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (Útg. 1.0/2010) 

 • Dreifiveitusvæði

  Landsvæði þar sem dreifiveita hefur einkarétt og skyldu til dreifingar raforku.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004 
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
   

   

E / É

 • E.1

  Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Ediel auðkenni

  eru auðkenni aðila í aðilaskrá Landsnets í samskiptum með Ediel skeyti.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010).

 • Ediel staðall

  Ediel Staðall um rafræn skeyti milli aðila á raforkumarkaði sem innihalda upplýsingar um mæli-, grunn- eða uppgjörsgögn eða staðfestingar á móttöku slíkra skeyta.
   
  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg.2.0/2009)

 • Ekki afhent orka/raforkuskerðing

  Áætlað magn raforku sem ekki var unnt að afhenda notanda eða dreifiveitu vegna bilunar í raforkukerfinu, viðhaldsvinnu eða breytinga á því.


  Tilvísanir:

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003

 • Endanleg hlutfallstala

  Er hlutur (kWh) sölufyrirtækis eða jöfnunarábyrgs aðila í notkunarferil notkunarferilssvæðis, reiknuð út frá mældri (álesinni) lotudreifðri notkun í notkunarstöðum sem sölufyrirtæki/jöfnunarábyrgur ber ábyrgð á afhendingu til.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010).

 • Endanleg nettöp

  er mismunur orku notkunarferils í afhendingarmánuði og lotudreifðri álesinni notkun sama mánaðar, notað í notkunarferlauppgjöri.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Endurnýjanlegar orkulindir

  Orkulindir sem geta endurnýjað sig í sífellu, svo sem fallvötn, jarðhiti, vindorka, sjávarföll og sólarorka.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Eyjarekstur

  er tímabundinn rekstur tveggja eða fleiri hluta flutningskerfisins sem hafa verið rofnir frá hvor öðrum og eru þar með ekki samafasa.

  Tilvísun:

  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga. (útg 1.0/2008)

F

 • Flutningsfyrirtæki

  Fyrirtæki sem stýrir rekstri flutningskerfisins og annast kerfisstjórnun.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Flutningsgeta einingar

  Flutningsgeta einingar er tæknilegt takmark á því afli sem hægt er að flytja stöðugt eftir einingu flutningskerfis.

  Tilvísun:
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Flutningskerfi

  Raflínur og mannvirki þeim tengd sem nauðsynleg eru til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna á þeim afhendingarstöðum sem taldir eru upp í viðauka með raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum. Það nær frá háspennuhlið stöðvarspenna virkjana sem tengjast því, sbr. 3. mgr. 5. gr., að háspennuhlið aðveituspenna stórnotenda eða dreifiveitna.

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmagns og kerfisstjórnun (útg. 3.0/2008)
  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)
  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
  C.2 Skilmálar um Kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg. 1.0/2007)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Flutningsmörk

  Hámark leyfilegs afls sem flytja má um flutningskerfið eða hluta þess.

  Tilvísun:

  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003

  Tilvísun: Rgr.513/2003
 • Flutningsuppboð

  Flutningsuppboð nefnist það þegar laus flutningsgeta um varanlegar flutningstakmarkanir er boðin upp fyrir ákveðið tímabil (t.d. ár, mánuð, viku, klukkustund).

  Tilvísun:

  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Flutningsvirki

  Raflína og búnaður henni tengdur til flutnings raforku.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Forsvörun

  (primary regulation)
  -er stýring sem styður tíðni kerfisins og á sér sjálfkrafa stað strax eftir að tíðnin kvikar frá málgildi sínu. Forsvörun er framkvæmd með gangráðum vinnslueininga.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Framkvæmdir við flutningskerfið

  Framkvæmdir við flutningskerfið merkir framkvæmdir á vegum Landsnets í samræmi við viðkomandi flutningssamning.

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

G

 • Gagnaflutningssamband

  Fjarskiptasamband til flutnings á mæligögnum.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Geislakerfi

  Geislakerfi er kerfi eða hluti kerfis sem samanstendur af raðtengdum einingum með einfaldri innmötun.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Grunngögn

  Upplýsingar um aðila, mælistaði, mæla og áætlaða ársnotkun.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

H

 • Hámarksúttekt

  Mesta leyfilega afl í kW og kVA sem flytja má um tengingu eins og kveðið er á um í tengisamningi.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Heildarmat á bjögun

  Heildaryfirsveiflubjögun, THDu-i (Total Harmonic Distorsion) sbr. 11 gr.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Heimilisnotandi

  Almennur notandi sem kaupir raforku til heimilisnota, þar með talið húshitunar.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004


   

   

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Heimtaug

  Raflína sem tengir veitu notanda við dreifikerfi.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Heimtaugargjald

  Almennt gjald fyrir tengingu nýs notanda við dreifikerfi

  Tilvísun:

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Tilvísun: Rgr.1040/2005
 • Hliðtengd eining

  Hliðtengd eining er vinnslueining, álag ásamt tengdum spenni, þéttavirki, hliðtengd spóla og önnur hliðtengd launaflsvirki.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Hlutdeildarfélag

  Hlutdeildarfélag merkir lögaðili sem annað hvort stórnotandi eða Landsnet hefur bein eða óbein yfirráð yfir, þ.m.t. eigendur og hluthafar.

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (útg. 1.0/2011)

 • Hraðvirkt varaafl

  á við viðbótarframleiðslugetu vinnslueininga og minnkun á notkun viðskiptavina sem hægt er að nota með innan við 15 mínútna fyrirvara til að bregðast við brottfalli einstakrar rekstrareiningar (vinnslueiningar, flutningslínu, spennis, teins, o.s.frv.).

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg 1.0/2007).

 • Hæg breyting á virku spennugildi

  Breyting á 10 mínútna meðalgildi virks spennugildis.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Hægvirkt varaafl

  á við viðbótarframleiðslugetu vinnslueininga og minnkun á notkun viðskiptavina sem hægt er að nota með fyrirvara sem er lengri en 15 mínútur.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg 1.0/2007).

I / Í

 • IEC

  Alþjóðleg staðlasamtök á raftæknisviði, International Electrotechnical Commission.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr. 1048/2004
 • Innmötun

  Raforka sem er mötuð inn á flutningskerfi eða dreifikerfi 

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004


   

   

  Tilvísun: Rgr.1050/2004

J

 • Jöfnunarábyrgðaraðili

  er aðili sem ábyrgist með skriflegum samningi við Landsnet að jafnvægi sé milli öflunar raforku, það er raforkuframleiðslu og raforkukaupa annars vegar og ráðstöfunar, þ.e. sölu og notkunar hins vegar

  Tilvísanir:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)


 • Jöfnunarábyrgðarhlutfall

  er hlutfall tiltekins jöfnunarábyrgðaraðila í sölu til tiltekins notanda, sem kaupir frá fleiri en einum jöfnunarábyrgðaraðila.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)

 • Jöfnunaráætlun

  hvers jöfnunarábyrgðaraðila skal innihalda tölulegar upplýsingar sem sýna hvernig aðilinn hyggst ná fram jafnvægi í fyrirhuguðum viðskiptum sínum með raforku. Jöfnunaráætlun er gerð fyrir einn dag í senn, klukkustund fyrir klukkustund.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)

 • Jöfnunarorka

  Óumsamin orka, sem samsvarar mun áætlaðrar framleiðslu og raunframleiðslu annars vegar og hins vegar mun áætlaðrar notkunar og raunnotkunar

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg. 3.0/2008) 

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Rgr.513/2003

 • Jöfnunarorkuverð

  er markaðsverð á jöfnunarorku. Öll frávik frá áætlun eru gerð upp á jöfnunarorkuverði. Jöfnunarorkuverð er fast fyrir hverja klukkustund.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

K

 • Kaupskylda

  A.1 Samningsbundin upphæð sem viðskiptavini er skylt að greiða Landsneti árlega hvort heldur rafmagn er flutt eður ei.

  B.4 Kaupskylda hefur þá merkingu sem tilgreind er í greinum 4.1–4.3.


  Tilvísun:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg.3.0/2008)
  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Kennitala mælistaðar

  Hlaupandi talnakóði fyrir hvern mælistað (mæliverk) í raforkukerfinu.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Kerfisframlag

  Hlutdeild viðskiptavinar í fjárfestingu vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á flutnings- eða dreifikerfi.

  Tilvísanir: 

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Kerfismínútur (KM)

  Stuðull sem gefur til kynna hve alvarlegt einstakt tilvik skertrar orkuafhendingar er. Eftirfarandi jafna gildir um þennan stuðul:

  KM =  E * 60  mínútur
             PMax

  Þar sem: 
       E: Orkuskerðing í rekstrartruflun [MWh] 
       PMax: Hámarksafl viðkomandi kerfis, flutningsfyrirtækis/dreifiveitu[MW]

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Kerfisstjóri

  Flutningssvið Landsvirkjunar á gildistíma bráðabirgðaákvæðis VIII með raforkulögum.

  Tilvísun:

  Rgr.513/2003

  Tilvísun: Rgr.513/2003
 • Kerfisþjónusta

  er þjónusta, önnur en framleiðsla raforku, sem notuð er til að starfrækja stöðugt og öruggt raforkukerfi. Í kerfisþjónustu felst reiðuafl vegna tíðnistýringar, reiðuafl vegna truflana, hægvirkt varaafl, hraðvirkt varaafl og varalaunafl.

  Kerfisþjónusta er sú þjónusta sem flutningsfyrirtæki og dreifiveitur veita til að tryggja öruggan rekstur og stöðugleika flutningskerfis og dreifikerfis ásamt gæðum raforku. 

  Tilvísanir:

   

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg. 3.0/2008) 
  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg. 1.0/2007)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (Útg. 1.0/2011)
  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Kerfisöng (flöskuháls)

  Þær aðstæður þegar flutningsgeta flutningsvirkis eða hluta flutningskerfis er ófullnægjandi, þannig að takmarka þurfi orkuflutning.

  Tilvísanir:

  Rgr.513/2003
  B.5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Kerfisöryggi

  Kerfisöryggi er geta flutningskerfisins til að standast ófyrirsjáanlegar truflanir og aftengingu hluta kerfisins. Hugtakið nær til skammtíma svörunar kerfisins við og eftir bilun og/eða truflun.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Keyrslusvið

  er svið raun- og launaflsvinnslu sem vinnslueiningar geta unnið á yfir lengri tíma.

  Tilvísun:

  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga. (Útg 1.0/2008).

 • Kunnáttumaður

  Kunnáttumaður er maður sem hlotið hefur þjálfun til að gegna tilteknu hlutverki þegar unnið er við háspennubúnað fyrirtækis samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi þess.

  Tilvísun:

  C.1. Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

L

 • Launafl

  Raffræðilegt hugtak á hliðrun straums og spennu í riðstraumskerfi.

  Tilvísun:

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

   

   

  Tilvísun: Rgr.1040/2005
 • Lot

  er breyta sem lýsir tíðnireglun vinnslueininga, þ.e. viðbrögðum þeirra við tíðnibreytingum í kerfinu. Tíðnibreyting um ?f (%) í raforkukerfinu veldur breytingu á raunaflsvinnslu einingar, með ástimplað afl Pn og lot S (%), um ?P = - Pn · ?f/S. 

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007) 


   

 • Lotudreifing

  er skipting álesinnar notkunar í mánaðarnotkun hvers mánaðar til síðasta álesturs á undan.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

M

 • MSCONS

  Ediel skeyti til miðlunar á mæligögnum.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Myndaskýringar

  Flæði á skýringarmyndum sem sýnt er með punktalínum er ekki skilgreint í netmála, flæði sem sýnt er með heilum línum er skilgreint í netmála. Önnur tákn eru hefðbundin tákn notuð í flæðiritum.

  Tilvísun:
   
  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Mælibúnaður

  er safnheiti yfir allan nauðsynlegan búnað til að mæla raforkunotkun. Til mælibúnaðar teljast m.a. raforkumælar, straumspennar, spennuspennar, tímarofar, mælitaugar, einangrun, varnarbúnaður, gagnasafnverk og samskiptabúnaður.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Mæligögn

  Upplýsingar um mælingu úr sölumælum og summur þeirra.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Mæliröð

  er tímaröð mæligilda úr raforkumæli.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Mælisnúmer

  Sérstakt eigandanúmer raforkumælis eða raðnúmer á upplýsingaskildi mælis.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

   

   

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Mælistaður

  Sá staður í dreifikerfi eða flutningskerfi þar sem mæling fer fram.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

N

 • N-1 Afhending

  (N-1)-afhending á við það að rof á stakri einingu í flutningskerfi veldur ekki takmörkun á afhendingu eða afhendingarrofi á viðkomandi afhendingarstað.

  Tilvísun:

  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)

 • Nafnspenna kerfis

  Sú riðspenna sem notuð er til að einkenna kerfi eða hluta þess.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Nettöp/töp í raforkukerfinu

  Nettöp (töp í raforkukerfinu) er mæld innmötuð orka að frádreginni mældri orku út af notkunarferilssvæði og ómældri þekktri notkun á því svæði.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Niðurreglun

  á við þörf fyrir neikvætt reglunarafl, það er það afl sem taka þarf út af kerfinu þegar raunnotkun er minni en áætluð notkun í raforkukerfinu í heild.

  Tilvísanir:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009)
  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (Útg. 1.0/2008)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Niðurreglunartilboð

  er annað hvort tilboð vinnslufyrirtækis um minnkun í framleiðslu eða tilboð sölufyrirtækis um aukningu í notkun. Viðkomandi fyrirtæki greiðir Landsneti fyrir tilboðið ef það er notað.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009).

 • Niðurspenning

  Niðurspenning er lækkun úr einni afhendingarspennu í aðra lægri. 

  Tilvísun:

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

 • Notandi

  er sá sem kaupir raforku til eigin nota.

  Tilvísanir:

  B3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009)

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Notendaskipti

  Flutningar notenda á milli mælistaða og rétthafabreytingar á mælistöðum.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Notkunarferill

  er mismunur heildarorkuúttektar á notkunarferilssvæði á klukkustund annars vegar og tímamældrar notkunar einstakra notenda og ómældrar þekktrar notkunar hins vegar. Töp í raforkukerfinu teljast hluti af notkunarferli.

  Tilvísanir:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

 • Notkunarferilssvæði

  Svæði sem inniheldur alla mælistaði sem mynda einn notkunarferil.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Notkunarferlauppgjör

  Notkunarferlauppgjör er mánaðarlegt uppgjör Landsnets á notkunarferilsafhendingu jöfnunarábyrgra 15 mánuðum eftir afhendingarmánuð.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Notkunarstaður

  Sá staður þar sem dreifiveita afhendir raforku til almenns notanda.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

   

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

O / Ó

 • Orkulind

  Náttúruleg uppspretta orku í ákveðnu formi, svo sem vatnsfall, jarðhitageymir, sjávarföll, vindur og sólarljós, en einnig olíu- og gaslindir og kolanámur.

  Tilvísun:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Orkustjórnkerfi

  Landsnets er búnaður til stýringar og vöktunar á raforkukerfi.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Orkustofnun

  Orkustofnun merkir sú ríkisstofnunin sem stofnuð var samkvæmt lögum nr. 87/2003 um Orkustofnun.

  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Ómæld þekkt notkun

  er raforka þar sem uppsett afl og nýtingartími er notað til útreiknings á raforkunotkun og mælingu verður ekki komið við af tæknilegum ástæðum eða vegna kostnaðar.

  Tilvísanir:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Ótiltæk/tiltæk vinnslueining

  Vinnslueingin er ótiltæk ef hún er biluð eða í viðhaldi, annars er hún tiltæk, það er tilbúin í rekstur.

  Vinnslueining er sjálfstæð eining til raforkuframleiðslu innan virkjunar, þ.e. rafali, túrbína og hjálparbúnaður.

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg. 3.0/2008)
  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)
  C.2 Skilmálar um Kerfisþjónustu Landsnets hf.  (Útg. 1.0/2007)
  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga. (Útg. 1.0/2008)


 • Ótryggt rafmagn

  Ótryggt rafmagn á við raforkunotkun sem vinnslufyrirtæki er heimilt að skerða samkvæmt skilmálum viðkomandi fyrirtækis um sölu ótryggðs rafmagns.

  Tilvísun:

  B.5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Óviðráðanlegt atvik

  Óviðráðanlegt atvik (force majeure) hefur þá merkingu sem tilgreind er í greinum 6.1–6.4 í skilmálum þessum.


  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

P

 • PRODAT

  Ediel skeyti til að miðla upplýsingum um grunngögn á milli aðila.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

R

 • Raðtengd eining

  Raðtengd eining er raflína, spennir, teinn, raðþéttir og raðspóla.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Raflína

  Samsafn af leiðurum, einangrandi efni og tengdum búnaði til að flytja raforku milli tveggja staða innan raforkukerfis.

  Tilvísanir:

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Raforkulög 89/2004


 • Raforkukerfi

  er allur sá búnaður sem notaður er við vinnslu, flutning og dreifingu raforku og myndar starfræna heild.

  Tilvísanir:

  A1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun. (útg. 3.0/2008)
  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (útg 2.0/2008)
  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Raforkulög

  Lög nr. 65 27. mars 2003 með síðar breytingum

 • Raforkumarkaður

  Skipulegur markaður með raforku.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

 • Raforkumælir

  Mælir, sem ætlaður er til að mæla raun- eða launorku.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Raforkuskerðing/ekki afhent orka

  Áætlað magn raforku sem ekki var unnt að afhenda notanda eða dreifiveitu vegna bilunar í raforkukerfinu, viðhaldsvinnu eða breytinga á því.

  Tilvísun:

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

  Tilvísun: Rgr.1040/2005
 • Raforkusölusamningur

  Samningur milli sölufyrirtækis og notanda um sölu hins fyrrnefnda á raforku til hins síðarnefnda.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Raforkuver/virkjun

  Mannvirki sem notað er til vinnslu raforku. Tvær eða fleiri einingar sem mynda eðlilega heild og tengjast flutningskerfinu eða dreifikerfi gegnum sameiginleg tengivirki teljast ein virkjun.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004
  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Raforkuviðskipti/viðskipti

  Kaup og sala raforku.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Raunveruleg viðskipti jöfnunarábyrgðaraðila

  eru mæld notkun hans að frádreginni mældri framleiðslu hans. Þetta á við þá notkun og framleiðslu sem jöfnunarábyrgðaraðilinn er jöfnunarábyrgur fyrir. Gildi samkvæmt notkunarferlum koma í stað mældrar notkunar í þeim tilvikum þar sem mælingar liggja ekki fyrir.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009) • Reglugerðir

 • Reglunarafl

  er það afl sem Landsnet útvegar til að jafna frávik milli áætlaðrar aflnotkunar og raunverulegrar aflnotkunar í raforkukerfinu í heild.

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg. 3.0/2008)
  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)
  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)
  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (Útg. 1.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Reglunaraflsmarkaður

  er innkaupsmarkaður Landsnets fyrir reglunarafl.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (útg 2.0/2008)
  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Reglunaraflstrygging

  nefnist það þegar Landsnet gerir samning við vinnslufyrirtæki um að það bjóði yfir ákveðin tímabil ákveðið lágmark reglunarafls innan tilgreindra afl- og verðmarka á reglunaraflsmarkaðnum. Reglunaraflstrygging tryggir lágmarks framboð á reglunaraflsmarkaði.

  Tilvísanir:


  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  C.2 Skilmálar um Kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg. 1.0/2007)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Reglunargeta

  Geta vinnslueiningar til að auka eða minnka raforkuvinnslu við breytingar á tíðni flutningskerfisins.

  Tilvísun:

  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003

  Tilvísun: Rgr.513/2003
 • Reglunarstyrkur

  er eiginleiki vinnslueiningar til reglunar á tíðni, skilgreint út frá loti vinnslueiningar og málafli. Reglunarstyrkur í samtengdu raforkukerfi er samanlagður reglunarstyrkur allra vinnslueininga, sem því tengjast.
  Reglunarstyrkur = Pn / (S x 50 Hz)
  Þar sem Pn er málafl og S er lot vinnslueiningar.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Reiðuafl

  er varaafl sem er tengt raforkukerfinu og er tiltækt án fyrirvara.

  Reiðuafl á við um það afl sem vinnslueining með sjálfvirkri tíðnireglun getur framleitt til viðbótar án fyrirvara. Reiðuaflið er skilgreint við 50 Hz tíðni og á við um vinnslueiningar sem framleiða raunafl inn á flutningskerfið þá stundina.

  Tilvísanir:

  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003
  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmagns og kerfisstjórnun (útg. 3.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Reiðuafl vegna tíðnistýringar

  á við það raunafl, sem fyrirvaralaust er tiltækt fyrir tíðnistýringu á bilinu 49.8 - 50.2 Hz og stýrist sjálfvirkt út frá tíðnifráviki kerfis.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Reiðuafl vegna truflana

  á við það raunafl, sem fyrirvaralaust er tiltækt fyrir tíðnistýringu utan við 49.8 ? 50.2 Hz og stýrist sjálfvirkt út frá tíðnifráviki kerfis.

  Tilvísun:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmagns og kerfisstjórnun. (Útg. 3.0/2008)

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (Útg. 1.0/2008)


 • Reikniverkskóði

  er kóði yfir tegund mælingar á mælistað.

  Tilvisun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Reiknuð tímaröð

  er tímaröð af gildum sem reiknuð eru út frá mæliröðum/tímaröðum oftast summur nokkurra mæliraða/tímaraða.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Rekstrareining

  Rekstrareining er eining í flutningskerfinu eða búnaður sem tengist flutningskerfinu beint. Hér er átt við búnað þar sem rof veldur röskun á flutningi raforku. Um er að ræða vinnslueiningar, spenna, tengivirki, línur, varnarbúnað, hjálparbúnað og stjórnbúnað.

  Tilvísun:

  C1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Rekstrartruflun

  Rekstrartruflun er sjálfvirk útleysing, handvirkt rof sem ekki er áætlað eða misheppnuð innsetning eftir bilun í raforkukerfinu.

  Tilvísanir:

  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
  C3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (útg 2.0/2008) 
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003

 • Rof og vinna

  Rof og vinna er gagnagrunnur í umsjá Landsnets, þar sem haldið er utan um skipulagsferli fyrir rof og vinnu í flutningskerfi Landsnets og rekstrareiningum tengdum því

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Róunarbúnaður

  er búnaður til að draga úr spennu- og aflsveiflum á vinnslueiningum. Í dag er þessi búnaður yfirleitt hluti af spennuregli.

  Tilvísun:

  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga. (Útg 1.0/2008)

S

 • Sameiginleg jöfnunarábyrgð

  Þegar fleiri en einn jöfnunarábyrgðaraðili bera saman jöfnunarábyrgð á notkun ákveðins viðskiptavinar.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)

 • Samningsbundið rafmagn

  Samningsbundið rafmagn merkir heildarorkan og -aflið sem er flutt samkvæmt viðkomandi flutningssamningi.


  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Sértækur tengikostnaður

  Sértækur tengikostnaður er kostnaður sem til fellur vegna tengingar stórnotanda sem fær rafmagn afhent á lægri spennu en 132 kV við flutningskerfi Landsnets.

  Tilvísun:

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

 • Síðsvörun

  er sjálfvirk stýring sem styður tíðni kerfisins og tekur við af forsvörun nokkrum sekúndum eftir að tíðnin kvikar frá málgildi sínu. Síðsvörun er framkvæmd með vinnslustýrikerfi Landsnets.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Skerðanleg notkun

  á við raforkunotkun sem Landsneti er heimilt að láta skerða vegna truflana í flutningskerfinu eða raforkuverum, vegna flutningstakmarkana, viðhalds eða reglubundinna prófana. Skerðingar og skömmtun á grundvelli 9. mgr. 9 gr. raforkulaga eru hér undanþegnar.

  Tilvísun:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun. Útg. 3.0/2008

 • Skerðanlegur flutningur

  Skerðanlegur flutningur á við raforkunotkun sem Landsneti er heimilt að láta skerða vegna þeirra tilvika sem tilgreind eru í gr. 5.1. Skerðingar og skömmtun skv. 9. mgr. 9 gr. raforkulaga eru hér undanþegnar.

  Tilvísanir:

  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010) 
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Skerðing

  Skerðing er rof eða tímabundin takmörkun á skerðanlegum flutningi til notanda og er hún annað hvort sjálfvirk eða handvirk. Sérstakur búnaður í raforkukerfinu veldur sjálfvirkri skerðingu fari tíðni eða spenna undir viss mörk eða vegna álagstakmarkana. Handvirk skerðing er framkvæmd af Landsneti eða af dreifiveitu hvenær sem Landsnet óskar þess.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

 • Skert raforka

  Skert raforka er raforka sem ekki er unnt að afhenda einum eða fleiri notendum vegna bilunar í raforkukerfinu, breytinga á því, viðhaldsvinnu eða takmarkana í flutningsgetu. 

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Skilmálar Landsnets

 • Skipulagt rof

  Skipulagt rof er það þegar rekstrareining samkvæmt áætlun er gerð ótiltæk til rekstrar eða vinnslugeta virkjunar er skert. Enn fremur er vinna við rekstrareiningar eða búnað þeim tengdum skilgreind sem skipulagt rof, sé hún þess eðlis að hætta sé á að hún valdi rekstratruflunum, þó svo að ekki þurfi að rjúfa viðkomandi rekstrareiningar frá raforkukerfinu eða gera þær ótiltækar meðan vinna á sér stað.

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Skömmtun

  Skömmtun er rof eða tímabundin takmörkun á raforkuafhendingu til notanda vegna ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika sbr. 9 mgr. 9. gr. raforkulaga.

  Tilvísun:    

  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

 • Spennublikk

  er notað til að lýsa óstöðugum sjónrænum áhrifum ljóss vegna hraðra breyt¬inga á spennu eða reglulegum endurteknum breytingum á spennubylgjunni, sbr. 11. gr.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Spennugæði

  Lýsing á nothæfi rafmagns, sem tekur til tíðni spennu, virks gildis og bylgjulögunar hennar.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Spennumisvægi

  Ójafnt virkt gildi spennu í þriggja fasa kerfi og/eða misstór horn milli fasa spennu, sbr. 11. gr.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Spennuþrep

  Skyndileg stök breyting spennu milli tveggja stöðugra samfelldra spennugilda af óþekktri tímalengd, sbr. 11. gr.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Staðbundin áhrif bilunar

  Staðbundin áhrif bilunar er þegar skerðing raforku verður eingöngu á litlu svæði næst bilun.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Stoðþjónusta

  Kaup á aðföngum eins og tíðnireglun, spennureglun, varaafli, o.fl., sem nauðsynleg eru til að uppfylla skyldur um kerfisþjónustu.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Stórnotandi

  er notandi sem notar innan þriggja ára á einum stað a.m.k. 80 GWst á ári.

  B.4 Stórnotandi er notandi eins og hann er skilgreindur í raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum.

  Tilvísanir:

  A1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (útg. 3.0/2008)
  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)
  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004
  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

 • Stuðlasett gangráðs

  er safn stuðla eða stillinga sem er notað til að skilgreina virkni gangráðs. Mögulegt er t.d. að hafa eitt stuðlasett fyrir rekstur á neti, annað stuðlasett fyrir eyjarekstur, o.s.frv.

  Tilvísun:

  D.1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (Útg 1.0/2008)

 • Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur

  Þessi stuðull metur hve lengi skerðing hefur staðið miðað við orkuskerðingu og heildarorkuafhendingar. Eftirfarandi jafna gildir um þennan stuðul:


   Þar sem: Ei : Orkuskerðing í rekstrartruflun i [MWh]. EAlls : Heildarorkuafhending til viðskiptavina [MWh]. Tilvísun:Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Stöðugleiki flutningskerfis

  Stöðugleiki flutningskerfis er sá eiginleiki kerfisins sem gerir því kleift að vera í jafnvægi í eðlilegum rekstri og ná aftur viðunandi jafnvægi eftir truflun.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Stöðukóði

  er stöðukóði mæligilda í mæliröð sem segir til um uppruna og gæði mæligilda í mæliröð.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Svæðisbundin áhrif bilunar

  Svæðisbundin áhrif bilunar er þegar raforkuskerðing verður á stóru svæði, t.d. heilum landshluta og rekstur annarra hluta kerfisins helst stöðugur. 

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Sölufyrirtæki

  er fyrirtæki sem selur raforku eða annast raforkuviðskipti, hvort sem er í heildsölu eða smásölu. 

   

  B.4 Sölufyrirtæki merkir fyrirtæki sem selur/selja stórnotandanum samningsbundið rafmagn.

  Tilvísanir:

  A1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (Útg. 3.0/2008)
  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009)
  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)
  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

  Raforkulög 89/2004
  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

 • Sölumælir

  Mælir sem notaður er til uppgjörs á sölu raforku.

  Tilvísun:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004

T

 • Tegundarkóði

  Kóði til skýringar á upplýsingum í samskiptum á raforkumarkaði.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Tekjumörk

  Hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Tengidagur

  Sá dagur þegar mælistaður er tengdur við veitukerfi og raforkuafhending hefst.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Tengisamningur dreifiveitu

  Samningur dreifiveitu við almennan notanda eða vinnslu¬fyrirtæki um tengingu þessara aðila við dreifikerfið, dreifingu raforku, mælingu hennar eða aðra þjónustu tengda afhendingarstað raforkunnar.

  Tilvísanir:

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004
  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (útg. 2.0/2009)

 • Tengisamningur flutningskerfis

  er samningur flutningsfyrirtækis við vinnslufyrirtæki, dreifiveitu eða stórnotanda um tengingu þessara aðila við flutningskerfið, flutning raforku, mælingu hennar eða aðra þjónustu tengda afhendingarstað raforkunnar.

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun. Útg. 3.0/2008

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

 • Tíðnistýring

  felst í því að halda stöðugri tíðni í raforkukerfinu.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg 1.0/2007)

 • Tímabundnar flutningstakmarkanir

  Tímabundnar flutningstakmarkanir eru kerfisöngur sem hafa ekki verið skilgreindar sem varanlegar flutningstakmarkanir og eru ekki afleiðing rekstartruflana.

  Tilvísun:

  B.5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Tímamæling

  Mæling raforkunotkunar sem safnað er klukkustund fyrir klukkustund.

  Tilvísun:

  Rgr.1050/2004

  Tilvísun: Rgr.1050/2004
 • Tímaröð

  Er röð af gildum sem skráð eru fyrir hverja tímaeiningu, upplausn mælinga skal vera a.m.k. ein klukkustund.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Truflun

  Truflun er handvirk eða sjálfvirk útleysing, eða misheppnuð innsetning í kjölfar bilunar.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar

  Tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar (TTS), útgefnir af Samorku 2001 og staðfestir af iðnaðarráðuneytinu 31. ágúst s.á.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Töp í raforkukerfinu

  Mismunur á mældri innmataðri orku á svæði og því sem mælt er út af sama svæði ásamt ómældri þekktri notkun sem til uppgjörs er á hverjum tíma.

  Tilvísanir:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (Útg. 1.0/2007)

  Rgr. um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004

U

 • Umfram eftirspurn

  Umframeftirspurn á við það ástand flutningskerfisins þegar samanlögð framleiðsla, samkvæmt vinnsluáætlunum, að viðbættu því afli sem boðið er á reglunaraflsmarkaði, er lægra en raunveruleg heildarnotkun. 

  Tilvísun:

  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)

 • Umsækjandi um rof

  Umsækjandi um rof er maður sem hefur umboð til að sækja um rof rekstrareiningar hjá fyrirtæki samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi þess.

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Uppgjörsgögn

  Upplýsingar um tímaraðir, notkunarferla og notkun, hlutfallstölur og jöfnunarorku sem notaðar eru í uppgjöri.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Uppgjörsorka notkunarferils

  Uppgjörsorka notkunarferils er mismunur endanlegrar og áætlaðrar notkunarferils-afhendingar.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Uppgjörsorkuverð notkunarferla

  Uppgjörsorkuverð notkunarferla er meðalverð jöfnunarorku í þeim mánuði sem til uppgjörs er reiknað og útgefið af Landsneti.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Upphaf afhendingar

  Þegar raforkuafhending samkvæmt nýjum raforkusölusamningi hefst í mælistað.

  Tilvísun:

  B.6 Skilmálar um samskipti milli aðila á raforkumarkaði með grunn-, mæli- og uppgjörsgögn (Útg. 2.0/2009)

 • Uppkeyrsla

  Uppkeyrsla merkir að raforkunotkun sé aukin stig af stigi frá því að rafmagn er sett á fyrstu vélina í viðkomandi iðjuveri þar til fullri afkastagetu er náð.


  Tilvísun:

  B.4 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda (Útg. 1.0/2011)

 • Uppreglun

  á við þörf fyrir jákvætt reglunarafl, það er það afl sem þarf að bæta inn á kerfið þegar raunnotkun er meiri en áætluð notkun í raforkukerfinu í heild.

  Tilvísanir:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (útg 2.0/2008)
  C.4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Uppreglunartilboð

  er annað hvort tilboð vinnslufyrirtækis um aukningu í framleiðslu, eða tilboð sölufyrirtækis um minnkun í notkun. Landsnet greiðir viðkomandi fyrirtæki fyrir tilboðið ef það er notað.

  Tilvísun:

  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)

V

 • Varaafl

  á við aflgetu tiltækrar vinnslueiningar sem ekki er fösuð við raforkukerfið, en hægt er að ræsa, fasa við það, og nýta að fullu innan ákveðinna tímamarka eftir að beiðni er send.

  Tilvísanir:

  A.1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun. (Útg. 3.0/2008)
  B.3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku. (Útg. 3.0/2009)
  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (Útg. 2.0/2008)
  C.5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg.1.0/2010)
  C.6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Varaaflssamningur

  er samningur milli Landsnets og varaaflsseljanda sem tryggir Landsneti aðgang að varaaflsstöðvum varaaflsseljanda.

  Tilvísun:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (Útg. 2.0/2008)

 • Varaaflsseljandi

  Rekstraraðili einnar eða fleiri varaaflsstöðvar.

  Tilvísun:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls. (Útg. 2.0/2008)

 • Varaaflsstöð

  er virkjun sem einungis vinnur raforku tímabundið vegna bilunar eða truflunar í flutningskerfinu að beiðni kerfisstjóra.

  Tilvísanir:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (Útg. 2.0/2008)

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Varalaunafl

  er launafl sem er ræst annaðhvort sjálfvirkt eða handvirkt meðan á skammvinnu rekstarástandi stendur.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg. 1.0/2007)

 • Varanlegar flutningstakmarkanir

  Varanlegar flutningstakmarkanir eru kerfisöngur sem eru viðvarandi á ákveðnum stað af kerfislegum ástæðum og eru ekki afleiðing rekstrartruflana.

  Tilvísun:

  B5 Skilmálar um skerðanlegan flutning (útg. 1.0/2010)
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Varastöð

  Virkjun sem einungis vinnur raforku tímabundið vegna rekstrartruflana eða skipulagðs viðhalds í flutningskerfinu.

  Tilvísun:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls. (Útg. 2.0/2008)

 • Verndarkerfi

  Verndarbúnaður til að nema óeðlilegt eða hættulegt ástand í raforkukerfinu, gefa vísun um slíkt ástand og/eða gefa rofabúnaði skipun um að einangra viðkomandi kerfishluta.

  Tilvísun:

  Rgr. um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003

  Tilvísun: Rgr.513/2003
 • Viðbótarauðkenni mæliraðar

  er þriggja tölustafa kóði til auðkenningar á mæliröðum þar sem fleiri en ein mæliröð á uppruna sinn á sama mælistað.

  Tilvísun:

  B.7 Skilmálar um mæligögn, notkunarferla og notkunarferlauppgjör (útg. 2.0/2010)

 • Viðskiptavinir

  Viðskiptavinir eru þeir sem hafa samskipti við Landsnet vegna skilmála þessara. Þetta eru vinnslufyrirtæki, dreifiveitur og stórnotendur.

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
   

  Viðskiptavinur merkir samkvæmt skilmálum þessum stórnotandi sem hefur gert samning við Landsnet um afhendingu rafmagns á lægri spennu en 132 kV

  Tilvísun:

  B.9 Skilmálar um afhendingu rafmagns til stórnotenda á lægri spennu en 132 kV (útg. 1.0/2011)

 • Viðskiptavinir flutningskerfis/dreifiveitna

  Dreifiveitur, vinnslufyrirtæki og sölufyrirtæki raforku og notendur, sem hafa þörf fyrir að fá raforku flutta.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr.1048/2004
 • Vikuáætlun

  Vikuáætlun er áætlun um skipulagt rof í flutningskerfi Landsnets og rekstrareiningum tengdum því fyrir tiltekna viku.

  Tilvísun:

  C.1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)

 • Vinnsla/raforkuvinnsla

  Umbreyting orku, svo sem vatnsorku, jarðvarma eða efnaorku, í raforku.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

 • Vinnsluáætlun

  Vinnsluáætlun vinnslufyrirtækis skal innihalda tölulegar upplýsingar um fyrirhugaða framleiðslu þeirra virkjana þess sem hafa 7 MW aflgetu eða meira. Vinnsluáætlun er gerð fyrir einn dag í senn, klukkustund fyrir klukkustund.

  Tilvísanir:

  C4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008) 
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)

 • Vinnslueining

  Vinnslueining er sjálfstæð eining til raforkuframleiðslu innan virkjunar, þ.e. rafali, hverfill og hjálparbúnaður.

  Tilvísun:

  C.1. Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Vinnslufyrirtæki

  er fyrirtæki sem stundar vinnslu á raforku eða hefur fengið virkjunarleyfi.

  Tilvísanir:

  A1 Almennir skilmálar um flutning rafmangs og kerfisstjórnun (útg. 3.0/2008) 
  B3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (útg. 3.0/2009)
  C1 Skilmálar um skipulagt rof rekstrareininga raforkukerfisins (útg. 1.0/2010)
  C2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (útg. 1.0/2007)
  C3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (útg. 2.0/2008)
  C4 Skilmálar um vinnsluáætlanir (útg. 1.0/2008)
  C5 Skilmálar um skerðingar og skömmtun rafmagns (útg. 1.0/2010)
  C6 Skilmálar um flutningstakmarkanir (útg. 1.0/2009)
  D1 Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (útg 1.0/2008)

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005
  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

 • Vinnslustýrikerfi Landsnets

  Er AGC-stýring (Automatic Generation Control) orkustjórnkerfis Landsnets, þ.e. fjarstýring vinnslueininga hjá Landsneti.

  Tilvísun:

  C.2 Skilmálar um kerfisþjónustu Landsnets hf. (Útg. 1.0/2007)

 • Virkjanasvæði

  á hér við hóp virkjana á ábyrgð sama jöfnunarábyrgðaraðila og eru kerfislega staðsettar nálægt hvor annarri og hafa leyfi Landsnets til að bjóða í einu lagi á reglunaraflsmarkaði.

  Tilvísun:

  B3 Skilmálar um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku (Útg. 3.0/2009)

 • Virkjun

  er mannvirki sem notað er til vinnslu raforku. Tvær eða fleiri einingar sem mynda eðlilega heild og tengjast flutningskerfinu eða dreifikerfi gegnum sameiginleg tengivirki teljast ein virkjun

  Tilvísun:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (Útg. 2.0/2008)

 • Virkjun er ótiltæk

  ef hún er biluð eða í viðhaldi, annars er hún tiltæk, þ.e. tilbúin í rekstur.

  Tilvísun:

  C.3 Skilmálar um öflun og uppgjör vegna varaafls (Útg. 2.0/2008)

 • Virkjunarleyfi

  Leyfi sem veitt er samkvæmt raforkulögum til að reisa og reka raforkuver.

  Tilvísanir:

  Raforkulög 89/2004

  Rgr. um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005

Y / Ý

 • Yfirlestun

  Yfirlestun er aflflutningur um einingu í flutningskerfinu umfram málgildi viðkomandi einingar. Oftast gefið upp í MVA.

  Tilvísun:

  E.1 Skilmálar um hönnun flutningskerfis raforku (útg. 1.0/2011)

 • Yfirráð

  merkir (a) að því er varðar fyrirtæki: eignarhald á viðkomandi tíma á hlutum í fyrirtækinu sem fylgir meira en 50% atkvæðisréttar sem að jafnaði er farið með á hluthafafundum þar sem slíkur atkvæðisréttur nægir (og er nýttur) til að kjósa meirihluta í stjórn; (b) að því er varðar einstakling eða aðila sem er sameignarfélag, félag með takmarkaðri ábyrgð eða fyrirtæki um sameiginlegt verkefni (e. joint venture): eignarhald á viðkomandi tíma á meira en 50% hlut í félaginu, eða það að gegna stöðu eða eiga hagsmuni við aðstæður þar sem eðlilegt er að ætla að viðkomandi aðili geti með beinum eða óbeinum hætti stýrt daglegum rekstri félagsins; og (c) í hvers kyns öðrum tilvikum: vald til að stýra með beinum eða óbeinum hætti stjórnendum og stefnumiðum einstaklings eða annars aðila; og orðin „undir yfirráðum“, „ráða yfir“ og svipuð orðasambönd hafa samsvarandi merkingu; aðili sem ræður yfir öðrum aðila telst hafa yfirráð yfir fyrirtæki, sameignarfélagi... sjá nánar í meðfylgjandi :

 • Yfirsveiflur

  Sínusslöguð spenna með tíðni sem er margfeldi af grunntíðni spennu eða straums, og hægt er að meta með afstæðum styrk, Uh borið saman við grunnspennu, sbr., 11. gr.

  Tilvísun:

  Rgr. um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004

  Tilvísun: Rgr. 1048/2004