Viðskiptavinir okkar eru dreifiveitur, stórnotendur, framleiðendur og raforkusalar. Við erum með sérleyfi til að flytja rafmagn og ber að tryggja örugga raforkuafhendingu frá og til viðskiptavina okkar og þannig styðja við rafvætt samfélag.
Við eigum og rekum allar meginflutningslínur rafmagns og öll megintengivirki á Íslandi. Við stýrum einnig uppbyggingu á flutningskerfinu og önnumst kerfistjórnun sem er miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu kerfisins.
Við tökum við rafmagni frá framleiðendum, flytjum um flutningskerfið og afhendum það til dreifiveitna og stórnotenda víðs vegar um landið.
Orkustofnun hefur eftirlit með því að raforkufyrirtæki með sérleyfi starfi samkvæmt raforkulögum og fullnægi þeim skilyrðum sem sett hafa verið um starfsemi þeirra. Eftirlit Orkustofnunar snýr meðal annars að tekjumörkum og gjaldskrám, bókhaldslegum aðskilnaði fyrirtækja, sem eru í blandaðri starfsemi, og gæðum raforku og afhendingaröryggi. Orkustofnun sker úr um álitaefni sem upp kunna að koma. Hér er hægt að skoða lög og reglugerðir er varða raforku- og raforkuflutning hérlendis.
Viðskiptasamband við viðskiptavini okkar þarf að hafa skýrar leikreglur en þær eru til teknar í netmálum okkar. Netmáli er samansafn skilmála Landsnets sem varða flutning rafmagns, hönnun flutningskerfisins, rekstur og ýmis atriði viðskiptalegs eðlis. Markvisst er unnið að því að einfalda samninga og færa ákvæði þeirra í netmálann, en það er gert til að uppfylla skyldu okkar um að gæta jafnræðis. Það felur í sér að þróa breytingar á þann hátt að það tryggi eðlilega þátttöku aðila og samkepnni á markaði.
Með breytingum á raforkumarkaði er oft nauðsynlegt að endurskoða og uppfæra netmálann okkar til að styðja við þá þróun sem á sér stað á hverjum tíma. Þróunarverkefnin okkar er hægt að lesa sér betur til um hér.
Tengiliðir