Jafnréttisáætlun Landsnets 2023-2026

Jafnréttisáætlun þessi tekur til alls starfsfólks Landsnets og miðar að því að gera  okkur að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti, jafnræði og vellíðan starfsfólks er höfð í fyrirrúmi.
Áætluninni er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stuðla að gagnkvæmum skilningi milli starfsfólks og
stjórnenda um jafnréttismál. Með jafnréttisáætlun þessari uppfyllir Landsnet skyldu sína sem kveðið
er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020 (hér eftir nefnd jafnréttislög),
og öðrum lögum og reglum er snúa að jafnrétti.

Markmið
 

Við leggjum áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, líðan, starfa, sí- og endurmenntun ásamt því að það njóti sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum, litarhætti, efnahag, ætterni eða öðrum ómálefnalegum þáttum, eftir því sem við á.

 • Að starfsfólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
   
 • Að öllum líði vel óháð kyni, aldri, starfsaldri og uppruna.
   
 • Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum. Störf eru öllu jafna auglýst, annað hvort út á við og/eða innávið, og skulu jafnréttissjónarmið metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við stöðuveitingar. Hvetja skal einstaklinga óháð kyni, aldri og uppruna til að sækja um auglýst störf. Ef tveir eða fleiri jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýsta stöðu gengur sá
  að öðru jöfnu fyrir við ráðningu sem er af því kyni sem er í minnihluta í slíkum störfum hjá Landsneti.
   
 • Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé gerð aðgengileg öllum og að starfsfólk njóti sömu möguleika þegar kemur til þess að auka hæfni í starfi og til starfsþróunar.
   
 • Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og einkalíf eins og kostur er. Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna eða langtímaveikinda.
   
 • Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum. Að forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegu áreitni sé til fyrir vinnustaðinn og hún kynnt ár hvert.
   
 • Að jafnréttisáætlun skili tilætluðum árangri og að unnið verði að stöðugum umbótum á stefnunni, henni fylgt eftir og brugðist við ef ástæða er til.

Launajafnrétti


Markmið: Að starfsfólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.  

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Framfylgja markmiðum jafnlauna-stefnu og viðhalda jafnlaunavottun í samræmi við jafnlaunastaðal ÍST 85:2012.

Alltaf

Óútskýrður kynbundinn launamunur verði enginn og heildarfrávik ekki meiri en 3%.

Forstjóri er ábyrgur en mannauðsstjóri er verkefnastjóri jafnlaunakerfis.

Launagreining framkvæmd þar sem gerð er tölfræðileg greining á því hvort kynbundinn munur sé á launum og öðrum kjörum starfsfólks. Niðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki.

Ár hvert

Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) verði ekki lægri en 90%. 

Forstjóri er ábyrgur en mannauðsstjóri er verkefnastjóri jafnlaunakerfis.

Leiði úttekt í ljós kynbundinn mun á launum eða öðrum kjörum kynnir viðeigandi ábyrgðaraðili aðgerðir til umbóta. 

Innan tveggja mánaða frá úttekt.

Óútskýrður kynbundinn launamunur verði enginn og heildarfrávik ekki meiri en 3%. 

Forstjóri er ábyrgur en mannauðsstjóri er verkefnastjóri jafnlaunakerfis.

Telji starfsmaður sig beittan kjaramisrétti gerir hann stjórnanda sínum rökstudda grein fyrir því og þarf yfirmaður að bregðast við því erindi. 

Innan tveggja mánaða frá því að rökstuðningur hefur borist.

Fjöldi athugasemda.

Næsti yfirmaður.

Líðan á vinnustað


Markmið: Að öllum líði vel óháð kyni, aldri, starfsaldri og uppruna.
 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Niðurstöður vinnustaðagreiningar  greindar með tilliti til jafnréttisbreytna og gripið til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verr standa.

Lokið í desember ár hvert.

Tölfræði tekin saman og birt í árlegri jafnréttisskýrslu.

Stjórnendur bera ábyrgð á líðan starfsfólks og mannauðs-stjóri ber ábyrgð á vinnustaða-greiningu.

Að tryggja að starfsfólk fái 20 daga eða fleiri í sumarfrí.

Október ár hvert.

Tímaskráningar.

Stjórnendur og mannauðsstjóri.

Laus störf


Markmið: Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum. Störf eru öllu jafna auglýst, annað hvort út á við og/eða innávið, og skulu jafnréttissjónarmið metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við stöðuveitingar. Ef tveir eða fleiri jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýsta stöðu gengur sá að öðru jöfnu fyrir við ráðningu sem er af því kyni sem er í minnihluta í slíkum störfum hjá Landsneti.
 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni, aldri og uppruna að sækja um.

Þegar störf eru auglýst til umsóknar.

Mat á umsóknum með hliðsjón af hæfni.

Mannauðsstjóri.

Að auka fjölbreytileika  í starfsmannahópnum.
Samantekt á samsetningu starfsmannahópsins 
 

Þegar störf eru auglýst til umsóknar.

Tölfræði tekin saman og birt í árlegri jafnréttis-skýrslu.

Stjórnendur og mannauðsstjóri.

Gerð sé samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar

Lokið í janúar ár hvert.

Tölfræði tekin saman og birt í árlegri jafnréttis-skýrslu.

Mannauðsstjóri.

Kynjahlutfall í framkvæmdastjórn sé sem jafnast.

Lok árs 2025.

Tölfræði tekin saman og birt í árlegri jafnréttisskýrslu.

Forstjóri ber ábyrgð á ferlinu og mannauðsstjóri að taka saman tölfræði.

Kynjahlutfall í stjórnendateymi sé sem jafnast.

Lok árs 2025.

Tölfræði tekin saman og birt í árlegri jafnréttisskýrslu.

Forstjóri ber ábyrgð á ferlinu og mannauðsstjóri að taka saman tölfræði

Sí- og endurmenntun


Markmið: Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé gerð aðgengileg öllu starfsfólki  og að það njóti sömu möguleika þegar kemur til þess að auka hæfni í starfi og til starfsþróunar.
 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Greina sókn fólks í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun.

Lokið í maí ár hvert.

Niðurstöður árlegrar vinnustaða-greiningar.

Stjórnendur 

Starfsþróunarsamtöl (púlssamtöl) eigi sér stað ár hvert og að starfsfólk sé hvatt til að sækja sér endurmenntun eða auka hæfni sína.

Þegar viðeigandi púlssamtal fer fram. Allavega einu sinni á ári.

Fjöldi púlssamtala og niðurstöður árlegrar vinnustaða-greiningar.

Stjórnendur  og mannauðsstjóri.

Kynnt sé fyrir nýliðum og starfsfólki til upprifjunar hlutverk jafnréttisnefndar, jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Landsnets.

Fyrir nýliða og einu sinni á ári til upprifjunar fyrir allt starfsfólk.

Nýliðaferli í JIRA og dagsetning árlegrar kynningar.

Jafnréttisnefnd.

Jafnvægi vinnu og einkalífs


Markmið: Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og einkalíf eins og kostur er. Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna eða langtímaveikinda. 

 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Að kynna fyrir fólki stefnu fyrirtækisins þegar kemur að viðveru ásamt jafnvægi vinnu og einkalífs.

Fyrir nýliða og einu sinni á ári til upprifjunar fyrir allt starfsfólk.

Fundur með nýliða.

Mannauðsstjóri og framkvæmda-stjórar.

Sveigjanleiki varðandi vinnutíma sé kynntur starfsfólki sem og möguleikar til að sinna fjarvinnu

Fyrir nýliða og einu sinni á ári til upprifjunar fyrir allt starfsfólk.

Fundur með nýliða og nýting á VTS í tímaskráningarkerfi Landsnets.

Mannauðsstjóri.

Starfsfólk hvatt til að nýta vinnutímastyttingu þar sem það á við.

Nýliðar og einu sinni á ári (eða oftar) fyrir allt starfsfólk.

Fundur með nýliða og nýting á fjarvinnu í tímaskráningarkerfi Landsnets.

Stjórnandi og mannauðsstjóri.

Bjóða upp á fræðslu um mikilvægi þess að báðir aðilar í sambúð taki sér til jafns fæðingarorlof, veikindafrí og aðra fjarveru í tengslum við börn og orlof.

Fyrir nýliða og einu sinni á ári til upprifjunar fyrir allt starfsfólk.

Stjórnandi tekur samtal við starfsfólk.

Stjórnandi ræðir við starfsfólk og mannauður innleiðir í nýliðafræðslu.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni


Markmið: Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum.  Að forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegu áreitni sé til fyrir vinnustaðinn og hún kynnt ár hvert.
 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Fræðsla um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna- og kynferðislega áreitni og meðferð slíkra mála fyrir starfsfólk. 

Árlega

Dagsetning fræðslu.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Fræðsla um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna- og kynferðislega áreitni og meðferð slíkra mála fyrir starfsfólk sé hluti af nýliðafræðslu.

Innan þriggja mánaða í starfi nýs starfsfólks.

JIRA og samskiptaskjal mannauðs.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Vinna forvarnar og viðbragðsáætlun og kynna fyrir öllu starfsfólki.

Árlega samhliða EKKO fræðslu.

Dagsetning fræðslu.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Starfsfólki sé kynnt réttindi sín og hvert skuli leita verði það fyrir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum.

Árlega samhliða EKKO fræðslu og í nýliðafræðslu.

Dagsetning fræðslu og JIRA nýliðaferli.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Upplýsingar um réttindi og skyldur séu aðgengilegar öllu starfsfólki m.t.t. einstaka sérþarfar t.d. vegna tungumála eða fötlunar. 

Eftir þörfum þegar erlent og/eða fatlað starfsfólk er ráðið og sem skilur ekki íslensku eða þarf á fræðslu að halda.

Skjöl séu aðgengileg inni á Trausta og á tungumáli sem öll skilja.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Stjórnendafræðsla um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna- og kynferðislega áreitni og meðferð slíkra mála fyrir starfsfólk.

Árlega.

Dagsetning fræðslu.

Mannauðsstjóri og næsti yfirmaður.

Yfirmenn og verkstjórar kynni sig og hlutverk sitt í tengslum við EKKO stefnu fyrirtækisins þegar nýtt starfsfólk hefur störf. 

Yfirmenn og verkstjórar kynni sig og sitt hlutverk fyrir starfsfólki. 

JIRA nýliðaferli.

Stjórnendur og mannauður.

Trúnaðarmenn kynni sig og sitt hlutverk fyrir starfsfólki. Að til sé uppfærður listi yfir hverjir eru trúnaðarmenn stéttarfélaga.

Listi sé uppfærður eftir þörfum.

Dagsetning kynningar.

Trúnaðarmenn stéttarfélaga.

Eftirfylgni og endurskoðun


Markmið: Að jafnréttisáætlun skili tilætluðum árangri og að unnið verði að stöðugum umbótum á stefnunni, henni fylgt eftir og brugðist við ef ástæða er til. 
 

AðgerðVerklok/tímarammi  MælikvarðiÁbyrgð 

Jafnréttisnefnd skal skilgreina sérstök átaksverkefni sem komi til árlegrar endurskoðunar á gildistíma þessarar áætlunar. 

Lokið í desember ár hvert

Árleg rýni framkvæmdastjórnar.

Jafnréttisnefnd og mannauður.

Að uppfæra og endurskoða jafnréttisáætlun og endurskoða og endurskilgreina árangursmælingar 

Lokið í desember 2025

Uppfærð og endurskoðuð jafnréttisáætlun.

Jafnréttisnefnd og mannauður. 

Jafnréttisáætlun Landsnet gildir frá 01.03.2023 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti, næst 01.03.2026