Mikilvægt er að sátt ríki í samfélaginu um hlutverk okkar og áherslur og skilningur á því að flutningskerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Landsnet vinnur að því að skapa sátt um hlutverk, starfsemi og mikilvægi félagsins sem eins af burðarásum samfélagsins. Áherslan beinist að samfélagsábyrgð sem er samtvinnuð stefnu félagsins. Fyrirtækið á frumkvæði að stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Við uppbyggingu og rekstur flutningskerfisins eru óæskileg áhrif á umhverfið lágmörkuð.

Auk almennra kynningarfunda hefst hið eiginlega samningaferli alla jafna á því að Landsnet boðar viðsemjendur sína, hvern fyrir sig, formlega til fundar. Markmið slíks fundar er að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir, sem ráðgerðar eru á landsvæði í þeirra eigu, og leita eftir athugasemdum og ábendingum landeigenda.

Á síðari stigum viðræðna leggur Landsnet fram drög að samningi sem almennt byggir á tveimur meginþáttum:

Afmörkun á réttindum sem Landsneti eru veitt vegna framkvæmda hverju sinni og felst alla jafna í því ótímabundinn afnotaréttur af viðkomandi landi og freiðslu endurgjalds fyrir réttindin. Fjárhæð endurgjalds hverju sinni grundvallast m.a. á markaðsvirði viðkomandi lands, dómafordæmum, úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta, orðsendingu Vegagerðarinnar um landbætur vegna vegagerðar o.fl.