Rafvædd framtíð í takt við samfélagið

Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar. Nútímasamfélög treysta á áreiðanlega raforku. Flutningskerfið er þannig lykilinnviður íslensks samfélags og þarf að vera bæði áreiðanlegt og traust. Á sama tíma þarf flutningskerfið að vera byggt upp með nútímalegum hætti og um það þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er. Þær leiðir sem farnar verða þurfa í senn að taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.