Við segjum söguna eins og hún er

Það er stefna okkar að byggja upp ímynd sem tengist fagmennsku, trausti og samfélagsábyrgð. Við leggjum áherslu á frumkvæði í upplýsingagjöf og að allir séu vel upplýstir um starfsemi Landsnets á hverjum tíma. Okkur er umhugað um að upplýsingagjöf sé ítarleg, auðskiljanleg, heiðarleg og hreinskilin og til þess fallin að auka traust við alla sem eiga í samskiptum við okkur. Við hjá Landsneti leggjum mikla áherslu á samtal og samvinnu hvort sem það er hér á síðunni eða á samfélagsmiðlum þar sem við hvetjum þig til að taka umræðuna með okkur.