Ferli um upplýsingagjöf og leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á háfermisflutninga undir flutningslínur Landsnets.
Háfermisflutningur telst vera sá flutningur sem er hærri en 4,2m samkvæmt skilgreiningu í vegalögum.
Landsnet er umsagnaraðili allra flutninga sem falla undir háfermisflutninga ef akstursleið liggur undir háspennulínur fyrirtækisins.
Ef þú hyggur á háfermisflutning, sendu inn umsókn og við munum svara innan tveggja sólarhringa.
Þurfi að sækja um rof á línu vegna háfermisflutnings þarf umsókn um rof að berast Stjórnstöð Landsnets með minnst viku fyrirvara.