Við leggjum mikla áherslu á samvinnu og samstarf við fyrirtæki erlendis sem eru með sambærilega starfssemi og við  – við sækjum þekkingu til þeirra og þau til okkar.

Við erum í góðum tengslum við sambærileg raforkuflutningsfyrirtæki annars staðar á Norðurlöndum, Energinet.dk í Danmörku, Fingrid í Finnlandi, Svenska kraftnät í Svíþjóð og Statnett í Noregi. 

Við höfum einnig stofnað til nýsköpunarverkefna með erlendum flutningsfyrirtækjum og ráðgjöfum sem miða að því að leita hagkvæmra lausna í nýframkvæmdum og rekstri. 

ITOMS er samstarf yfir 20 flutningsfyrirtækja um samanburðargreiningu reksturs og viðhalds. Landsnet, og forveri þess, hafa tekið þátt í þessari greiningu um 13 ára skeið og hefur það gjörbreytt viðhaldsmálum og aukið hagræðingu. Miðað við síðustu greiningu er kostnaðarstig okkar með því lægsta í samanburðarhópnum.

CIGRE eru alheimssamtök orkuiðnaðarins, framleiðenda búnaðar, háskóla og sérfræðinga á orkusviði í víðustu merkingu. Samtökin hafa innan sinna vébanda umfangsmikla starfsemi, öfluga vinnuhópa og halda umfangsmiklar ráðstefnur árlega víða um heim. 
 

TSO -Transmission System Operator er alþjóðlegt verkefn í lykiltölugreiningu á starfsemi stjórnstöðva sem Landsnet á aðild að. Þátttakendur eru frá 21 stjórnstöð víðsvegar í heiminum.
 

GARPUR er samstarfsverkefni sjö landa; Belgíu, Búlgaríu, Tékklands, Danmörku, Frakklands, Íslands og Noregs.