Landsnet hyggst opna starfsstöð á Akureyri


28.08.2014

Framkvæmd

Landsnet kannar nú möguleikana á því að koma á fót viðhalds- og viðbragðsaðstöðu fyrirtækisins fyrir Norðurland og hefur í því sambandi verið auglýst eftir hentugu húsnæði á Akureyri til kaups eða langtímaleigu.

Það hefur lengi verið stefna Landsnets að opna starfsstöð á Akureyri en henni er ætlað að bæta þjónustu fyrirtækisins vegna reksturs og viðhalds raforkuflutningskerfisins á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði að Kröflu, auk þess sem fyrirtækið stefnir að því að bæta raforkuflutningskerfið á svæðinu.

Ef af verður er gert ráð fyrir að sex til átta manns verði með aðstöðu í starfsstöðinni á Akureyri. Endanlega ákvörðun um opnun hennar hefur þó ekki enn verið tekin en leit að hentugu atvinnuhúsnæði við stofnbrautir Akureyrar er skref í undirbúningi verkefnisins.
Aftur í allar fréttir