14.11.2014

Snörp skoðanaskipti í Reykjavík – opið hús á Akureyri í næstu viku

Um 100 manns mættu í opið hús sem að Landsnet og Vegagerðin stóðu fyrir í rafveituheimilinu í Elliðaárdal í Reykjavík í gær. Þar voru kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar. Starfsmenn fyrirtækjanna og ráðgjafar þeirra ræddu við gesti og svöruðu spurningum.

13.11.2014

Markaðs- og þjónustustjóri Landsnets

Einar S. Einarsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets.

12.11.2014

Prófanir lofa góðu um styttingu straumleysistíma vestra

Álagsprófanir á svæðiskerfið vestra síðastliðna nótt lofa mjög góðu um að Landsnet og Orkubúið nái settu markmiði um að stytta verulega straumleysistíma á Vestfjörðum með tilkomu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík. Prófanirnar náðu til norðanverðra Vestfjarða en í nótt og næstu nótt verður látið reyna á samrekstur varaaflsstöðvarinnar og Mjólkárvirkjunar í eyjarekstri.

11.11.2014

Álagsprófanir ganga vel vestra

Álagsprófanir vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra hafa gengið vel það sem af er en í nótt geta íbúar í Bolungarvík og á Ísafirði átt von á straumleysi, eins og auglýst hefur verið.

11.11.2014

Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.

10.11.2014

Byggðalínan er þrítug í dag!

Starfsfólk Landsnets minntist þess með vöfflukaffi og rjómatertu í dag að 30 ár eru frá því að síðasti áfangi byggðalínuhringsins var tekinn í notkun. Lagning byggðalínunnar er eitt mesta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hérlendis og dró verulega úr gróðurhúsaáhrifum þegar skipt var yfir í innlenda endurnýjanlega orkugjafa í stað olíu.

7.11.2014

Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík

Straumtruflanir verða hjá flestum íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13. og 14. nóvember og aðfararnótt 12. nóvember hjá íbúum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan er álagsprófanir vegna lokafrágangs í umfangsmiklu uppbyggingarferli raforkumála á svæðinu sem til framtíðar á að draga verulega úr líkum á langavarandi straumleysi á Vestfjörðum.

6.11.2014

Góð mæting og málefnalegar umræður í opnu húsi um Sprengisandslínu

Opið hús var í stjórnsýsluhúsinu á Hellu í gær þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu.

5.11.2014

Umfangmestu jarðstrengjakaup Landsnets

Landsnet hefur samið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum fyrir 66 kílóvolta spennu, samanlagt um 45 km að lengd, vegna fyrirhugaðra verkefna á næsta ári. Samkomulagið, sem hljóðar upp á um tvær og hálfa milljón evra var undirritað af forstjóra Landsnets og fulltrúum NKT í höfuðstöðvum Landsnets í dag.

5.11.2014

Norðlendingar áhugasamir um áform um línu og veg yfir Sprengisand – opið hús á Hellu í dag

Starfsfólk Landsnets, Vegagerðarinnar og ráðgjafar sem vinna að mati á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar eru ánægðir með þann mikla áhuga sem gestir í opnu húsi í Þingeyjasveit sýndu áformum um fyrirhugaða Sprengisandslínu og nýja Sprengisandsleið.

4.11.2014

Opið hús í dag og á morgun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar

Drög að matsáætlun vegna Sprengisandslínu annars vegar og Sprengisandsleiðar hins vegar liggja nú frammi til kynningar fyrir almenning, hagsmunaaðila og lögbundna umsagnaraðila á heimasíðum Landsnets og Vegagerðarinnar. Athugasemdafrestur er til 20. þessa mánaðar.

3.11.2014

Hönnun háspennulína á norðurslóðum til umfjöllunar á alþjóðaþingi Artic Circle

Undirbúningur og hönnun háspennulína á norðurslóðum var eitt fjölmargra umfjöllunarefna á nýafstöðnu alþjóðaþingi Hringborðs norðurslóða sem fram fór í Hörpu um helgina en rúmlega 1.300 þátttakendur frá 34 löndum sóttu þingið.

3.11.2014

Hefja mat á Sprengisandslínu

Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands, um Sprengisand.

31.10.2014

Yfirgripsmikill haustfundur NSR

„Rekstur raforkuflutningskerfisins er kominn að þanþolum og kerfið getur illa tekið við áföllum í rekstrinum, hvað þá náttúruhamförum“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets á haustfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR), sem haldinn var í húsakynnum Landsnets þann 29. október.

31.10.2014

Prófanir vegna nýrrar varaflsstöðvar í Bolungarvík

Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.

31.10.2014

Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets

Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun.

30.10.2014

Rafmagn vegna flutningstapa hækkar verulega annað árið í röð - dræm þátttaka í útboði

Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári í kjölfar 23% hækkunar milli ára á rafmagni sem fyrirtækið kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu. Aðeins tvö orkufyrirtæki tóku þátt í útboði Landsnets vegna flutningstapa 2015 og ekki fengust tilboð í allt það orkumagn sem boðið var út.

29.10.2014

Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.

10.10.2014

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla

Vinnu við kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar er nú lokið. Almennt hefur verið tekið tillit til margvíslegra ábendinga sem bárust á kynningartíma og hefur frekari upplýsingum eða rökstuðningi verið bætt við lokaútgáfu umhverfisskýrslunnar. Meginviðbrögð Landsnets við athugasemdunum munu hins vegar koma fram við mótun næstu kerfisáætlunar og umhverfismat hennar.

3.10.2014

Laus störf rafiðnaðarmanna til umsóknar

Landsnet hf. óskar að ráða rafiðnaðarmenn til starfa við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi.