Landsnet leitar að öflugum einstaklingi í starf umsjónarmanns lagers. Viðkomandi þarf að vera tilbúin(n) að sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Starfið heyrir undir innkaupastjóra í deild Fjármála.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Dagleg umsjón með lager, m.a. skráningu birgðabókhalds og umsjón með strikamerkingum
- Móttaka og afhending á vörum
- Þjónusta við viðskiptavini lagers
- Umsjón með umhirðu lagersvæðis og tækja
- Þátttaka í verkefnum tengd heildarskipulagi lagermála hjá félaginu
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir:
- Sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum
- Reynslu af lagerstörfum
- Reynslu í notkun sölu- og lagerkerfa, þekking á Dynamics Ax er kostur
- Mjög góðri tölvufærni
- Hæfni í samskiptum
- Metnaði til að ná árangri í starfi
- Góðu líkamlegu atgervi
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2015. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Elín Friðjónsdóttir (elin.fridjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.