Opið hús í varaaflsstöð Landsnets


12.12.2014

Framkvæmd

Í tilefni þess að vinnu er nú lokið við varaaflsstöðina í Bolungarvík og snjallnetskerfið á Vestfjörðum býður Landsnet Vestfirðingum og örðum sem áhuga hafa í heimsókn í stöðina, mánudaginn 15. desember milli kl. 16-19.

Með tilkomu þessarar varaaflsstöðvar fyrir Vestfirði og snjallnetsins eru þau markmið að ná fram að ganga sem Landsnet setti sér fyrir nokkrum árum um úrbætur í raforkumálum Vestfirðinga. Prófanir á dögunum skiluðu mjög góðum árangri sem og prufukeyrsla vélanna og snjallnetsins þegar óveður gekk yfir Vestfirði í byrjun mánaðarins.

Snjallnet er samheiti yfir hinar ýmsu tækninýjungar á sviði framleiðslu, flutnings og dreifingar raforku. Það er sett upp í samstarfi Landsnets og Orkubús Vestfjarða og á að tryggja eins örugga afhendingu rafmagns til notenda og hægt er. Ef afhending bregst ræsir snjallnetskerfið varvélarnar í Bolungarvík og kemur rafmagni á að nýju innan tveggja mínútna eða skemmri tíma á Ísafirði og í Bolungarvík.

Þeir sem vilja kynna sér snjallnetskerfið betur – og skoða varaaflsstöðina eru velkomnir í opið hús í stöðinni á mánudag. Heitt verður á könnunni og starfsmenn Landsnets og OV verða á staðnum.
Aftur í allar fréttir