Útleysing varð á 66kV línum Landsnets sem þjóna byggðum Suðurlands og Vestmannaeyjum.
Atvikið átti sér stað klukkan 12:32 og leystu þá út Flúðalína1, Hvolsvallalína1, Rimakotslína1, Vestmannaeyjalína1 og 3 (sæstrengir). Rafmagnslaust varð því víða um Suðurland og í Vestmannaeyjum í um það bil 9 mínútur. Vel gekk vel að koma straum aftur á kerfið en rafmagn var komið á víðast hvar um klukkan 12:41.Orsök útleysingar er rakin til mannlegra mistaka við endurnýjun spennustilla í tengivirki Búrfellsstöðvar.