13.8.2015

Yfirlýsing frá Landsneti vegna ummæla forstjóra HS Veitna

Vegna ummæla forstjóra HS Veitna í frétt mbl.is fyrr í dag um rekstur spennis í Rimakoti, sem nú er bilaður, vill Landsnet taka fram eftirfarandi:

13.8.2015

Varaspennirinn tengdur á sunnudag

Prófunum er lokið hjá Landsneti á varaspenni sem skipta á út fyrir þann sem bilaði í tengivirkinu í Rimakoti í fyrrakvöld. Þær gengu vel og verður spennirinn fluttur austur í Rimakot í dag. Í framhaldinu verða spennaskiptin undirbúin og er nú stefnt að því að tengja varaspenninn inn á kerfið á sunnudag. Með þessum aðgerðum á að vera hægt að tryggja forgangsorkunotendum í Vestmannaeyjum nægt afl en skerðingar til annarra notenda verða áfram í gildi þar til viðgerð er lokið á spenninum sem bilaði.

13.8.2015

Grænt ljós frá Orkustofnun á framkvæmdir til að auka orkuöryggi í Vestmannaeyjum

Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa nýtt 66 kV raforkuflutningsvirki í Vestmannaeyjum auk leyfis til breytinga í tengivirki Landsnets í Rimakoti og styrkingar á hluta Rimakotslínu 1 til að auka flutningsgetu hennar. Sótt var um leyfir fyrir framkvæmdinni til Orkustofnunar 20. mars 2015.

13.8.2015

Árshlutareikningur Landsnets hf. fyrir tímabilið janúar-júní 2015

Hagnaður tímabilsins nam 1.573 milljónum króna.

12.8.2015

Alvarleg bilun staðfest

Nú er ljóst að skerðingar verða áfram í gildi til raforkunotenda í Vestmannaeyjum þar sem ástandsmælingar frá því í dag staðfesta að um alvarlega bilun er að ræða í spenni í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi. Reynt verður að spennusetja hann aftur síðar í dag og jafnframt er verið að undirbúa flutning á varaspenni á svæðið en hann verður ekki kominn í rekstur fyrr en eftir nokkra daga.

12.8.2015

Rafmagnstruflun á Suðurlandi

Vegna bilunar í spenni í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi varð straumlaust á hluta Suðurlands rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Rafmagn komst fljótlega á aftur og dísilvélar voru ræstar í Vestmannaeyjum og í Vík. Þar er rafmagn hjá almennum notendum en skerða hefur þurft afhendingu rafmagns til notenda sem eru á skerðanlegum flutningssamningum í Eyjum.

11.8.2015

Sæstrengur til Evrópu krefst styrkingar á raforkuflutningskerfi Íslands

Lagning sæstrengs til Evrópu kallar á styrkingu íslenska raforkuflutningskerfisins en hversu miklar þær þurfa að vera ræðst að verulegu leiti af landtökustað strengsins og öryggi tengingarinnar. Athuganir Landsnets benda til að umræddar styrkingar, umfram framtíðartillögur fyrirtækisins um styrkingu flutningskerfisins, séu minni ef strengurinn væri tekinn á land á Suðurlandi heldur en ef landtaka yrði á Austfjörðum.

6.8.2015

Uppbygging flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Landsnet býður til opins kynningarfundar um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst 2015, kl. 9-10:30, í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir).

22.7.2015

Líkur á aflskorti eftir tvö ár miðað við óbreytt raforkukerfi

Líkur eru á aflskorti í íslenska raforkukerfinu innan tveggja ára miðað við óbreytt raforkukerfi. Þetta kemur fram í tillögu að nýrri kerfisáætlun 2015-2024 sem lögð hefur verið fram til kynningar hjá Landsneti.

17.7.2015

fyrirsögn

Blablablabla

16.7.2015

Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem nú hefur verið lögð fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun og Landsneti ásamt umhverfisskýrslu.

9.7.2015

Landsnet og Hafnarfjarðarbær semja um niðurrif Hamraneslínu eigi síðar en 2018

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifuðu í dag undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis fyrirtækisins innan Hafnarfjarðar.

3.7.2015

IWAIS ráðstefnan haldin í Uppsala í Svíþjóð

Dagana 29. júní til 3. júlí síðastliðinn var IWAIS ráðstefnan haldin í Uppsala í Svíþjóð. IWAIS stendur fyrir “International workshops on atmospheric icing of structures”.

3.7.2015

Lagning jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur að hefjast

Áætlað er að hefja lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur í næstu viku.

1.7.2015

Ógildingu eignarnámsheimilda hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landsnet og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið af öllum kröfum fimm landeigenda á Reykjanesi um ógildingu eignarnámsheimilda á jörðum þeirra vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

15.6.2015

Rafmagn komið á að nýju á Akranesi

Straumlaust varð í um 40 mínútur fyrir hádegi á Akranesi og í nærsveitum þegar Vatnshamralína 2 leysti út í kjölfar þess að vöruflutningabíll lenti upp í línuni.

9.6.2015

Framkvæmdir hafnar við jarðstrengslagnir Landsnets á Suðurlandi

Framkvæmdir eru hafnar við lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja Landsnets á Suðurlandi, Selfosslínu 3 og Hellulínu 2. Strengirnir eru samtals um 41 km að lengd og auka bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á Suðurlandi en ráðgert er að spennusetja þá síðar á árinu.

5.6.2015

Öllum fyrirvörum aflétt vegna samkomulags Landsnets við PCC

Öllum fyrirvörum vegna samnings Landsnets og PCC Bakki Silicon um flutning raforku til fyrirhugaðs kísilvers á Bakka við Húsavík hefur verið aflétt af hálfu PCC og stjórnar Landsnets. Orkuafhending miðast við nóvembermánuð 2017 og fer undirbúningur framkvæmda nú á fullan skrið hjá Landsneti.

5.6.2015

Laust starf - Launafulltrúi

Landsnet hf. leitar að reynslumiklum launa­fulltrúa í 80% starf.

2.6.2015

Landsnet semur við Rafeyri um uppsetningu háspennubúnaðar í Helguvík

Landsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016.