15.6.2015

Rafmagn komið á að nýju á Akranesi

Straumlaust varð í um 40 mínútur fyrir hádegi á Akranesi og í nærsveitum þegar Vatnshamralína 2 leysti út í kjölfar þess að vöruflutningabíll lenti upp í línuni.

9.6.2015

Framkvæmdir hafnar við jarðstrengslagnir Landsnets á Suðurlandi

Framkvæmdir eru hafnar við lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja Landsnets á Suðurlandi, Selfosslínu 3 og Hellulínu 2. Strengirnir eru samtals um 41 km að lengd og auka bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á Suðurlandi en ráðgert er að spennusetja þá síðar á árinu.

5.6.2015

Öllum fyrirvörum aflétt vegna samkomulags Landsnets við PCC

Öllum fyrirvörum vegna samnings Landsnets og PCC Bakki Silicon um flutning raforku til fyrirhugaðs kísilvers á Bakka við Húsavík hefur verið aflétt af hálfu PCC og stjórnar Landsnets. Orkuafhending miðast við nóvembermánuð 2017 og fer undirbúningur framkvæmda nú á fullan skrið hjá Landsneti.

5.6.2015

Laust starf - Launafulltrúi

Landsnet hf. leitar að reynslumiklum launa­fulltrúa í 80% starf.

2.6.2015

Landsnet semur við Rafeyri um uppsetningu háspennubúnaðar í Helguvík

Landsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016.

21.5.2015

Skipulagsbreytingar hjá Landsneti

Nýtt skipurit tekur gildi hjá Landsneti 1. júní 2015 í samræmi við endurskoðun á stefnu félagsins og framtíðarsýn. Breytingunum er ætlað að efla enn frekar starfsemi Landsnets sem gegnir því mikilvæga hlutverki í raforkukerfi landsins að tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfisins til lengri tíma og viðhalda jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar rafmagns á hverjum tíma.

20.5.2015

Samningur Landsnets um flutning raforku til PCC felur ekki í sér ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að samningar Landsvirkjunar og Landsnets við PCC Bakki Silicon frá því í mars 2015 um kaup á raforku og flutning á raforku feli ekki í sér ríkisaðstoð.

20.5.2015

Stöðumat og lærdómar eftir eldsumbrotin norðan Vatnajökuls

Eldsumbrotin í norðanverðum Vatnajökli og gosið í Holuhrauni voru í brennidepli á vel sóttum vorfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) sem fram fór í höfuðstöðvum Landsnets í gær.

16.5.2015

Yfirlýsing frá Landsneti vegna úrskurðar um matsáætlun Kröflulínu 3

Landsnet fagnar niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem fyrirtækið telur að sé til þess fallin að skýra þær kröfur sem gera verði til Skipulagsstofnunar og framkvæmdaraðila við gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda í flutningskerfi raforku. Úrskurðurinn tekur hins vegar ekki til mats á umhverfisáhrifum framkvæmda sem þegar er lokið og hefur ekkert fordæmisgildi hvað slíkar framkvæmdir varðar.

15.5.2015

Suðurnesjalína 2 - heimild til umráðatöku áður en mat á bótum fer fram felld niður

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi fimm úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta sem heimiluðu Landsneti umráðatöku afmarkaðs svæðis innan Sveitarfélagsins Voga vegna byggingar og reksturs Suðurnesjalínu 2, án þess að matsnefndin hefði lokið matsferli eignarnáms umræddra svæða með úrskurði um fjárhæð eignarnámsbóta. Dómurinn varðar hins vegar ekki ákvarðanir iðnaðarráðherra frá 24. febrúar 2014 um eignarnám.

7.5.2015

Skýrsla um eignarhald Landsnets

Nefnd sem hefur kannað möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets hf. hefur skilað greinargerð til iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur hún verið gerð opinber á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

29.4.2015

Landsnet semur við Ístak um lagningu jarðstrengs út í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við ÍSTAK um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2015.

29.4.2015

Varaafl og snjallnet á Vestfjörðum

Mikilvægum áfanga í að auka orkuöryggi á Vestfjörðum var fagnað í Bolungarvík í dag. Þá tók iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega í notkun nýja varaaflstöð Landsnets, nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði – sem er samheiti yfir ýmsar tækninýjungar á sviði flutnings og dreifingar raforku á svæðinu. Verkið tók rúm tvö ár og kostaði um 1,5 milljarð króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarða í bættu orkuöryggi vestra á liðnum árum.

20.4.2015

Orka, samgöngur og fjarskipti forsendur byggðar í landinu

Orka, samgöngur og fjarskipti eru forsendur nútíma mann- og atvinnulífs og grundvöllur byggðar í öllu landinu. sagði stjórnarformaður Landsnets á vorfundi félagsins á dögunum þegar hann minntist 10 ára afmælis félagsins og horfði fram á veg til þeirra verkefna sem bíða þess á næstu árum.

17.4.2015

Landsnet semur við ÍAV um byggingu tengivirkis í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um byggingu á nýju tengivirki Landsnets í Helguvík sem fengið hefur nafnið Stakkur. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015.

15.4.2015

Stefnumótun stjórnvalda vegna uppbyggingar raforkuflutningskerfisins

Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum vegna kerfisáætlunar Landsnets og þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína bíða nú lokaumræðu á Alþingi. Væntir iðnaðar- og viðskiparáðherra þess að þau verði afgreidd á næstu dögum yfirstandandi vorþings.

13.4.2015

Óbreytt stjórn hjá Landsneti

Stjórn Landsnets var einróma endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór fimmtudaginn 9. apríl sl. í kjölfar vorfundar félagsins. Á fundinum var ársreikningur Landsnets fyrir árið 2014 jafnframt samþykktur.

9.4.2015

Rafvædd framtíð í takt við samfélagið

Það er vilji Landsnets að ná fram sem víðtækastri samfélagssátt um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfisins þannig að allir, almenningur jafnt sem atvinnulíf, hafi öruggan aðgang að tryggu rafmagni sem er forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi.

1.4.2015

Sýnum aðgæslu til fjalla

Með hækkandi sól aukast ferðalög á fjöllum og því vill Landsnet vekja athygli á því að víða á hálendinu er nú hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.

1.4.2015

Nýjar áherslur í starfsemi Landsnets kynntar á vorfundi

Landsnets efnir til opins vorfundar um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi fimmtudaginn 9. apríl nk. þar sem kynntar verða nýjar áherslur í rekstri félagsins sem hafa m.a. að markmiði að tryggja landsmönnum aðgang að öruggu rafmagni til framtíðar í sátt við samfélag og umhverfi.