Viðhaldsvinna vestra


09.09.2015

Framkvæmd

Viðhaldsvinna vestra hefur áhrif á rafmagnsklukkur Rafmagnsklukkur á Vestfjörðum geta flýtt sér næstu daga. Ástæðna er ónákvæmari tíðni í raforkukerfinu þar vegna viðhaldsvinnu sem nú stendur yfir á Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1.

Vegna viðhalds á umræddum háspennulínum Landsnets er raforkukerfið fyrir vestan rekið sem sjálfstætt kerfi , án tengingar við landskerfið. Það veldur því að tíðni veituspennunnar (50Hz) verstra er ekki eins nákvæm og jafnan er. Afleiðingarnar eru m.a. þær að rafmagnsklukkur, s.s. útvarpsvekjarar, sem fylgja tíðni veituspennunnar, ganga ekki alveg rétt og geta þá flýtt sér um nokkrar mínútur á sólarhring.

Eru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa en gert er ráð fyrir að raforkukerfið fyrir vestan verði komið í eðlilegan rekstur síðdegis á föstudag.
Aftur í allar fréttir