Uppbygging flutningskerfis raforku næstu 10 árin


06.08.2015

Framkvæmd

Landsnet býður til opins kynningarfundar um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst 2015, kl. 9-10:30, í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir).

Landsnet gerir árlega áætlun um uppbyggingu flutningskerfisins og með breytingum sem Alþingi gerði í vor á raforkulögum var lagagrundvöllur kerfisáætlunarinnar festur í sessi og hlutverk hennar skýrt enn frekar.

Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum kerfisáætlunar 2015-2024 og umhverfisskýrslunnar á fundinum á Hótel Natura og fyrirspurnum svarað.

Dagskrá:

  • Inngangsorð - Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
  • Kynning á kerfisáætlun 2015-2024 - Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets.
  • Kynning á umhversfisskýrslu kerfisáætlunar – Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf.
  • Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs.

Allir eru velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 563 9300.

Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á Hótel Natura, geta fylgst með beinni útsendingu á heimasíðu Landsnets. Hér á heimasíðunni eru einnig aðgengileg drög að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslunni. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar er til og með 1. september 2015.

Aftur í allar fréttir