Landsnet semur við Thorsil um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík
Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets er um 2,5 milljarðar króna.
Flutningskerfi raforku og orkuöryggi
Fjárfestingar í raforkuframleiðslu og flutningskerfi raforkunnar verða að haldast í hendur ef ávinningur á að skila sér. Skortur á fjárfestingu í öðrum þættinum dregur úr ávinningi fjárfestingar í hinum þættinum sagði Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, í erindi um íslenska raforkuflutningskerfið á vel sóttri ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
Þörf á víðtækri sátt um farmtíð flutnings raforku
Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, hvetur til víðtækrar samfélagssáttar um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfis raforku í grein í Morgunblaðinu um helgina og við birtum í heild sinni hér:
Lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur miðar vel
Við lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur, sem staðið hefur yfir í sumar var í fyrsta sinn notast við sérstakan strenglagningarbúnað sem Landsnet festi kaup á í vor vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í lagningu jarðstrengja á vegum fyrirtækisins.
Helstu sérfræðingar heims ræða orkuöryggi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík
Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, heldur erindi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi fimmtudaginn 15. október nk., ásamt helstu sérfræðingum MIT, Harvard og Tufts háskólanna, Brookings-stofnunarinnar, Háskólans í Reykjavík og Landsvirkjunar.
Loftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður
Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Landsnets við að fjarlægja gömlu loftlínuna milli Hellu og Hvolsvallar. Hellulína 2 var ein sú elsta í raforkukerfinu hérlendis, reist árið 1948, og lauk hún hlutverki sínu á dögunum þegar 13 km langur 66 kV jarðstrengur sem lagður var í sumar leysti hana af hólmi.
Umhverfisvernd og orkumál
Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101.
Nýr samstarfssamningur Landnets, Landsvirkjunar og RARIK
Síðastliðin föstudag var endurnýjaður samstarfsamningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landsnets, Landsvirkjunar og RARIK til næstu þriggja ára.
Efnislegar og góðar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsnet
Að mati Landsnets koma fram efnislegar og góðar ábendingar í nýútkominni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi félagsins sem leitt geta til aukinnar skilvirkni í raforkumálum og stuðlað að bættu verklagi.
Raforkutilskipun ranglega sögð brotin á Íslandi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem fram komu fyrir helgi þar sem íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir, þ.á.m. Landsnet, voru sökuð um lögbrot í raforkumálum.
Landsnet leitar að öflugum verkefnastjórum
Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmdaverkefna á Framkvæmda- og rekstrarsvið og verkefnastjóra áætlana á Þróunar- og tæknisvið.
Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2
Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins.
Upphafi framkvæmda á Bakka fagnað
Fulltrúar Landsnets voru meðal þátttakenda í fjölmennum hátíðarhöldum í gær í tilefni af upphafi framkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík enda raforkutenging svæðisins við Þeystareykjavirkjun og meginflutningskerfið umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem þar er að hefjast.
Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi
Landsnet hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um útboðshönnun tveggja nýrra 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi sem tengja annars vegar nýja virkjun á Þeistareykjum við meginflutningskerfi Landsnets og hins vegar virkjunina við iðnaðarsvæði á Bakka.
Landsnet til liðs við áhugavert nýsköpunarverkefni
Landsnet hefur gerst bakhjarl nýsköpunarverkefnis POLG (Power On-Line Generator) og ætlar að leggja frekari þróun þess lið með það að markmiði að þróa vöru fyrir alþjóðlegan markað.
Brýnt að Landsnet vinni að sátt með öllum hagsmunaaðilum
„Ef við horfum á stöðuna eins og hún er núna og þá út frá forsendum eftirspurnar eftir rafmagni þá getur stór hluti landsins einfaldlega ekki þróast eðlilega áfram vegna takmarkana kerfisins. Fólk hefur ekki það aðgengi að rafmagni sem þyrfti að vera,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
Viðhaldsvinna vestra
Viðhaldsvinna vestra hefur áhrif á rafmagnsklukkur Rafmagnsklukkur á Vestfjörðum geta flýtt sér næstu daga. Ástæðna er ónákvæmari tíðni í raforkukerfinu þar vegna viðhaldsvinnu sem nú stendur yfir á Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1.
Búið að spennusetja nýjan jarðstreng Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar
Hellulína 2, 13 km langur jarðstrengur Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar er nú kominn í rekstur. Hann leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu og eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.
Afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum
Landsnet hefur farið fram á skýringar frá HS Veitum á stöðu varaafls í Vestmannaeyjum en eins og flestir í Eyjum hafa orðið varir við hafa truflanir á afhendingu rafmagns valdið notendum þar töluverðum óþægindum undanfarið.
Ástæða útleysingar í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í gær
Talið er að útleysing á spenni í Rimakoti hafi orsakast af álagi sem skapaði þrýsting í búnaði í spenninum. Spennirinn hefur verið undir töluverðu álagi síðan hann var tengdur til bráðabirgða í stað spennis sem bilaði þann 11.ágúst síðastliðinn.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR