8.12.2015

Straumleysi í gærkvöld og nótt

Mesta straumleysið í gærkvöldi og nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út.

8.12.2015

Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum – óvíst um ástand á fleiri stöðum

Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt en flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik

8.12.2015

Reynt að koma rafmagni til Akureyrar – rafmagn að komast á á norðanverðum Vestfjörðum og á Suðausturlandi

Bilanir eru á Rangárvallalínu 1 milli Varmahlíðar og Rangárvalla, Kröflulínu 1 milli Rangárvalla og Kröflu en unnið er að því að koma rafmagni til Akureyrar frá Laxárstöð og verður rafmagn skammtað á Akureyri ef það tekst.

7.12.2015

Rafmagnslaust er á ný á Austurlandi eftir útleysingu spenna í Fljótsdal

Útleysing varð á Spennum 7 og 8 í Fljótsdalsstöð um kl. 11.

7.12.2015

Rafmagnsleysi á Austfjörðum

Rafmagnslaust varð á Austurlandi kl. 22:15 þegar útleysing varð á Stuðlalínu 1 milli Hryggstekks og Stuðla og Eyvindarárlína 1 milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði.

7.12.2015

Starfsfólk Landsnets stendur í ströngu

Rétt upp úr átta í kvöld leysti Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 út en eftir að Prestbakkalína var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka, var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu afhenda rafmagn á ný í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.

7.12.2015

Aftur komið rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu og Vestfirðir frátengdir meginflutningskerfinu

Bilun virðist vera á Prestbakkalínu 1 milli Prestbakka og Hóla. Eftir línan var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu og í áframhaldi var unnt að afhenda rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.

7.12.2015

Sigöldulína 4/Prestbakkalína 4 leysti út

Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, leysti út rétt upp úr klukkan átta í kvöld og olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu út frá Prestbakka. Línan var spennusett aftur en leysti fljótlega út á nýjan leik og er ekki vitað á þessari stundi hvenær straumur kemst á aftur.

7.12.2015

Landsnet í viðbragðsstöðu

Aukinn viðbúnaður er í stjórnstöð Landsnets og viðgerðarflokkar eru í viðbragðsstöðu vegna ofsaveðurs eða fárviðris sem spáð er að gangi yfir landið síðdegis í dag og í kvöld.

4.12.2015

Stálgrindarmöstur Landsnets í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmyndir

Vetrarmynd af stálgrindarmöstrum Brennimelslínu 1 er meðal bestu landslagsmynda ársins í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmynd ársins.

17.11.2015

Mikil samstaða meðal fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum

Landsnet skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmál í Höfða 16. nóvember s.l. Þátttaka í verkefninu var framar vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verður árangur þeirra mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.

16.11.2015

Áætlun um framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku send Orkustofnun

Í framhaldi af umfangsmiklu kynningar- og samráðsferli við hagsmunaaðila og almenning hefur Landsnet nú lokið vinnu við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar. Hefur áætlunin verið send Orkustofnun til samþykktar, í samræmi við þær breytingar sem Alþingi gerði á raforkulögum í vor.

16.11.2015

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu um ógildingu kerfisáætlunar Landsnets

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Landverndar um að núgildandi kerfisáætlun Landsnets, kerfisáætlun 2014-2023, yrði dæmd ólögmæt og felld úr gildi.

13.11.2015

Töluverður munur á tilboðum vegna orkukaupa til að mæta flutningstapi árið 2016

Töluverður munur var á tilboðum raforkuframleiðenda sem Landsneti bárust í útboði vegna kaupa á rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ári en miðvikudaginn 11. nóvember sl. var gengið frá samningum um kaup á 347 gígavattstundum (GWst) vegna næsta árs.

13.11.2015

Viðbrögð æfð við áföllum í raforkukerfinu

Hátt í 200 manns tóku þátt í vel heppnaðri neyðaræfingu Landsnets, Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) og fleiri aðila í gær þar sem æfð voru viðbrögð og verkferlar vegna mjög alvarlegs hættuástands í kjölfar ímyndaðs eldgoss í vestanverðum Vatnajökli.

11.11.2015

Landsnet kaupir rafmagn fyrir ríflega hálfan annan milljarð

Landsnet hefur samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar um kaup á 347 gígavattstundum (GWst) af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ári.

6.11.2015

Laust starf bókara

Landsnet hf. leitar eftir reyndum bókara í 80% starf við almenn bókhaldsstörf á fjármálasviði.

4.11.2015

Nýtt truflanaflokkunarkerfi tekið í gagnið hjá Landsneti

Stjórnstöð Landsnet er að innleiða nýtt flokkunarkerfi sem segir til um alvarleika rekstrartruflana í raforkukerfinu. Tilgangur þess er að tryggja skjótari og skilvirkari upplýsingagjöf til viðskiptavina, jafnt notenda raforku sem framleiðanda, ekki síst í þeim aðstæðum að grípa þarf til flutningstakmarkana eða raforkuskerðinga í kjölfar umfangsmikilla raforkutruflana.

30.10.2015

Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu liggur fyrir

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður- og Suðurlands, til formlegar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna og sent Skipulagsstofnun fyrir 17. nóvember 2015.

22.10.2015

Sjö tilboð bárust í undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Alls bárust sjö tilboð í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis.