Landsnet óskar eftir að ráða til sín tvo starfsmenn annars vegar verkefnalóðs framkvæmdaverka og hins vegar rafiðnaðarmann á Egilsstöðum. Bæði störfin heyra undir Framkvæmda- og rekstarsvið. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar n.k.
Verkefnalóðs framkvæmdaverka
Landsnet óskar eftir að ráða verkefnalóðs á Framkvæmda- og rekstrarsvið. Hlutverk sviðsins er að stýra framkvæmdum við uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi Landsnets ásamt viðhaldi og rekstri kerfisins.Verkefnalóðs starfar með verkefnastjórateymi Landsnets sem ber ábyrgð á og stýrir öllum framkvæmdaverkefnum fyrirtækisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Uppsetning og utanumhald verkefna í verkefnastjórnunarkerfum
• Þátttaka í skilgreiningu og áætlanagerð verkefna
• Kostnaðar- og áhættugreining verkefna
• Eftirfylgni áætlana og eftirlit með framvindu verkefna
• Skjölun og frágangur við lúkningu og uppgjör verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í samskiptum og samvinnu
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
• Mjög góð tölvukunnátta
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri
Í boði er
• Faglegt vinnuumhverfi
• Áhersla á þjálfun og tækifæri til starfsþróunar
• Fjölskylduvænn vinnustaður
Rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum
Landsnet óskar eftir að ráða rafiðnaðarmann til starfa á Framkvæmda- og rekstrarsvið. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá starfsstöð Landsnets á Egilsstöðum við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi. Starfsvettvangur er um allt land.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Rekstur og viðhald á tengivirkjum (há- og lágspennubúnaði), háspennulínum og háspennustrengjum
• Þátttaka í vinnu við nýbyggingar flutningsvirkja
• Þátttaka í vinnu að öryggismálum starfsmanna
• Þátttaka í viðbragðsáætlunum, æfingum og bakvöktum
• Ýmis önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í rafiðnfræði, sveinspróf í rafvirkjun eða rafvirkjanemi
• Gott líkamlegt atgervi
• Vilji og geta til að vinna í hæð og við erfiðar aðstæður
• Sjálfstæði og skipulagni í vinnubrögðum
• Samviskusemi og stundvísi
• Hæfni í samskiptum
• Hæfni í talaðri og ritaðri ensku
• Góð tölvukunnátta
• Reynsla af rekstri raforkuflutningsvirkja er æskileg
• Meirapróf og vinnuvélaréttindi eru kostir
Í boði er
• Faglegt vinnuumhverfi
• Áhersla á þjálfun og tækifæri til starfsþróunar
• Fjölskylduvænn vinnustaður
Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2016
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimsíðu Capacent, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.