Laust starf hjá Landsneti


12.02.2016

Framkvæmd

Við leitum að öryggisstjóra sem býr yfir frumkvæði, jákvæðni og hefur brennandi áhuga á öryggismálum.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Viðhald stjórnunar öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismála fyrirtækisins 
  • Umsjón með þjálfun og fræðslu tengdum öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi
  • Þátttaka í stjórnun öryggis mannvirkja og framkvæmda, upplýsingaöryggis og rekstaröryggis raforkukerfisins
  • Þátttaka í neyðarstjórnun fyrirtækisins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði rafmagns er nauðsynleg 
  • Reynsla af stjórnun öryggismála er nauðsynleg
  • Þekking á verkefnastjórnun og breytingastjórnun
  • Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli
  • Hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og staðfesta við úrvinnslu verkefna


Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.

Um Landsnet
Landsnet ber ábyrgð á flutnings-kerfi raforku sem er einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins. Verkefni fyrirtækisins er að tryggja heimilum og fyrirtækjum aðgang að rafmagni í takt við þarfir þeirra og í sátt við umhverfið og samfélagið. Landsnet er góður vinnustaður þar sem fjölbreytt og krefjandi verkefni eru leyst af samhentum hópi starfsfólks.

Auglýsing

Aftur í allar fréttir