Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4


15.01.2016

Framkvæmd

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Möstur eru 193 talsins og er línuleiðin rúmur 61 km.

Verkið felur í sér gerð vegslóðar með línunum, gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, efnisútvegun og framleiðslu undirstaða, stagfesta og stálhluta og jarðvinnu við niðurlögn undirstaða og stagfesta.  Vinna við yfirbyggingu mun hefjast á þessu ári en fara fram að mestum hluta á árinu 2017.

Vinnu við Kröflulínu 4 skal lokið 1. ágúst 2016 og öllu verkinu lokið að fullu 1. október 2016.

Útboðsgögn verða aðgengileg rafrænt frá og með næsta þriðjudegi, 19. janúar 2016 og tilboð þurfa að hafa borist Landsneti fyrir kl. 14, föstudaginn 12. febrúar 2016.

Aukið orkuöryggi á Norðausturlandi
Raforkutenging við virkjunina og meginflutningskerfið er umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem hafin er á Bakka. Öflug tenging við meginflutningskerfið tryggir jafnframt enn betur orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Verklok við byggingu línanna áætluð haustið 2017. Unnið verður við slóðagerð og undirstöður í sumar en vinna við yfirbyggingu og strengingu leiðara fer fram sumarið 2017.

 

 

Aftur í allar fréttir