Varaafl ræst í Neskaupstað


30.12.2015

Framkvæmd

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjaðrar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í Neskaupstað. Tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur og er nú verið að ræsa varaafl á staðnum.

Einnig varð rafmagnslaust á Seyðisfirði klukkan fjögur í nótt, þegar Seyðisfjarðalína 1 leysti út, en rafmagn var komið aftur á þar um átta mínútum seinna.

Landsnet er með aukinn viðbúnað á Austur- og Norðurlandi vegna stormsins sem gekk á land í gærkvöld og nótt en aðrar truflanir hafa ekki orðið á raforkuflutningskerfi Landsnets í nótt og í morgun, þrátt fyrir mikið vindálag á Austurlandi
Aftur í allar fréttir