8.10.2015

Loftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður

Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Landsnets við að fjarlægja gömlu loftlínuna milli Hellu og Hvolsvallar. Hellulína 2 var ein sú elsta í raforkukerfinu hérlendis, reist árið 1948, og lauk hún hlutverki sínu á dögunum þegar 13 km langur 66 kV jarðstrengur sem lagður var í sumar leysti hana af hólmi.

6.10.2015

Umhverfisvernd og orkumál

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101.

5.10.2015

Nýr samstarfssamningur Landnets, Landsvirkjunar og RARIK

Síðastliðin föstudag var endurnýjaður samstarfsamningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landsnets, Landsvirkjunar og RARIK til næstu þriggja ára.

1.10.2015

Efnislegar og góðar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsnet

Að mati Landsnets koma fram efnislegar og góðar ábendingar í nýútkominni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi félagsins sem leitt geta til aukinnar skilvirkni í raforkumálum og stuðlað að bættu verklagi.

28.9.2015

Raforkutilskipun ranglega sögð brotin á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem fram komu fyrir helgi þar sem íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir, þ.á.m. Landsnet, voru sökuð um lögbrot í raforkumálum.

18.9.2015

Landsnet leitar að öflugum verkefnastjórum

Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmdaverkefna á Framkvæmda- og rekstrarsvið og verkefnastjóra áætlana á Þróunar- og tæknisvið.

18.9.2015

Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins.

18.9.2015

Upphafi framkvæmda á Bakka fagnað

Fulltrúar Landsnets voru meðal þátttakenda í fjölmennum hátíðarhöldum í gær í tilefni af upphafi framkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík enda raforkutenging svæðisins við Þeystareykjavirkjun og meginflutningskerfið umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem þar er að hefjast.

15.9.2015

Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi

Landsnet hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um útboðshönnun tveggja nýrra 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi sem tengja annars vegar nýja virkjun á Þeistareykjum við meginflutningskerfi Landsnets og hins vegar virkjunina við iðnaðarsvæði á Bakka.

11.9.2015

Landsnet til liðs við áhugavert nýsköpunarverkefni

Landsnet hefur gerst bakhjarl nýsköpunarverkefnis POLG (Power On-Line Generator) og ætlar að leggja frekari þróun þess lið með það að markmiði að þróa vöru fyrir alþjóðlegan markað.

10.9.2015

Brýnt að Landsnet vinni að sátt með öllum hagsmunaaðilum

„Ef við horfum á stöðuna eins og hún er núna og þá út frá forsendum eftirspurnar eftir rafmagni þá getur stór hluti landsins einfaldlega ekki þróast eðlilega áfram vegna takmarkana kerfisins. Fólk hefur ekki það aðgengi að rafmagni sem þyrfti að vera,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

9.9.2015

Viðhaldsvinna vestra

Viðhaldsvinna vestra hefur áhrif á rafmagnsklukkur Rafmagnsklukkur á Vestfjörðum geta flýtt sér næstu daga. Ástæðna er ónákvæmari tíðni í raforkukerfinu þar vegna viðhaldsvinnu sem nú stendur yfir á Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1.

8.9.2015

Búið að spennusetja nýjan jarðstreng Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar

Hellulína 2, 13 km langur jarðstrengur Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar er nú kominn í rekstur. Hann leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu og eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

8.9.2015

Afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum

Landsnet hefur farið fram á skýringar frá HS Veitum á stöðu varaafls í Vestmannaeyjum en eins og flestir í Eyjum hafa orðið varir við hafa truflanir á afhendingu rafmagns valdið notendum þar töluverðum óþægindum undanfarið.

4.9.2015

Ástæða útleysingar í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í gær

Talið er að útleysing á spenni í Rimakoti hafi orsakast af álagi sem skapaði þrýsting í búnaði í spenninum. Spennirinn hefur verið undir töluverðu álagi síðan hann var tengdur til bráðabirgða í stað spennis sem bilaði þann 11.ágúst síðastliðinn.

3.9.2015

Rafmagnsleysi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi

Bilun varð í spenni í tengivirkinu Rimakoti rétt upp úr kl. 16 í dag og við það var ekki hægt að flytja rafmagn til Vestmanneyja.

25.8.2015

Athugasemdartími kerfisáætlunar framlengdur

Landsnet hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu um tvær vikur og stendur hann nú til og með 15. september nk.

24.8.2015

Endurbætur á tengivirki Landsnets við Sigöldu

Endurbætur standa nú yfir á tengivirki Landsnets við Sigöldu sem hafa það að markmiði að draga úr óstöðugleika byggðalínunnar í truflunartilvikum og styrkja orkuafhendingu á Austurlandi.

17.8.2015

Varaspennir kominn í gagnið í Rimakoti

Varaspennir sem leysir af hólmi spenni sem bilaði í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi í síðustu viku var tengdur við kerfið í gærkvöldi. Flutningsgeta hans er helmingi minni en spennisins sem bilaði og því eru skerðingar áfram í gildi til notenda í Vestmannaeyjum sem eru með samninga um skerðanlegan flutning.

14.8.2015

Vel sóttur kynningarfundur um uppbyggingu flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem kynnt var á opnum fundi á Hótel Natura föstudaginn 14. ágúst en frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.