Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem fram komu fyrir helgi þar sem íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir, þ.á.m. Landsnet, voru sökuð um lögbrot í raforkumálum.
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur m.a. fram að kvörtun hafi borist Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sumarið 2014 um að innleiðingu annarrar raforkutilskipunar ESB væri ekki að öllu leiti lokið á Íslandi og í framhaldinu hafi verið leitað skýringa.Upplýsir ráðuneytið jafnframt að ESA ætli ekki að aðhafast frekar í málinu þar sem íslensk stjórnvöld hyggjast bæta úr þremur minniháttar atriðum sem eftir standa varðandi innleiðingu tilskipunarinnar. Þau varða skýrslugerð Orkustofnunar, áætlun um góða viðskiptahætti sem Landsnet skal setja fram og setningu netmála um kerfisframlag sem hefur verið í vinnslu en eftir er að birta.
Sjá nánar hér.