Upphafi framkvæmda á Bakka fagnað


18.09.2015

Framkvæmd

Fulltrúar Landsnets voru meðal þátttakenda í fjölmennum hátíðarhöldum í gær í tilefni af upphafi framkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík enda raforkutenging svæðisins við Þeystareykjavirkjun og meginflutningskerfið umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem þar er að hefjast.

Fjölmennt var á iðnaðarsvæðinu á Bakka í gær þegar fulltrúar sveitarfélagsins Norðurþings og fyrirtækisins PCC klipptu á borða, með aðstoð forsætis- og iðnaðarráðherra, til að fagna því að uppbygging á svæðinu væri formlega hafin. Þar er hlutur Landsnets umtalsverður eins og kom fram í kynningu forstjórans, Guðmundar Inga Ásmundssonar, við athöfnina nyrðra.

Guðmundur sagðist m.a. vona að hér væri um að ræða fyrsta skrefið í uppbyggingu öflugs iðnaðarklasa á svæðinu sem njóta myndi góðs af þeim öflugu raforkutengingum sem nú væru að rísa. Þá væri öflug raforkutenging við meginflutningskerfið ekki síður mikilvæg fyrir sveitarfélagið og tryggði enn betur orkuöryggi bæði íbúa og fyrirtækja á svæðinu.

Vinna við hönnun háspennulína og tengivirkja sem á að reisa er vel á veg komin og var gestum sýnt stutt myndband þar sem línuleiðin er kynnt. Framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor, áætlaður kostnaður er um fimm milljarðar króna, og eiga mannvirkin að vera vera tilbúin í rekstur haustið 2017.

Bakki og Þeistareykir – tenging við flutningskerfið

Myndir frá athöfn á Bakka.

 

 

Aftur í allar fréttir