Starf í boði hjá Landsneti


29.01.2016

Framkvæmd

Landsnet leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k.

Vertu hluti af okkar neti

Upplýsingafulltrúi

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á miðlun upplýsinga fyrirtækisins og skipulagningu viðburða ásamt því að móta stefnu í samfélagsmiðlum.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Gó› reynsla af frétta- og greinaskrifum
• Hæfni í miðlun upplýsinga með fjölbreyttum aðferðum
• Samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð íslenskukunnátta nauðsynleg

Starfs- og ábyrgðarsvið

• Frétta- og greinaskrif fyrir ytri og innri miðla
• Ábyrgð á mótun stefnu í samfélagsmiðlum
• Umsjón með útgáfu kynningarefnis
• Skipulagning kynningarfunda
• Samskipti við fjölmiðla

Umsóknarfrestur er til og með14. febrúar 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.

Auglýsing
Aftur í allar fréttir