Stálgrindarmöstur Landsnets í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmyndir


04.12.2015

Framkvæmd

Vetrarmynd af stálgrindarmöstrum Brennimelslínu 1 er meðal bestu landslagsmynda ársins í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmynd ársins.

Myndin var valin í hóp hundrað bestu mynda í samkeppninni í ár en alls bárust 2.604 myndir í keppnina frá hátt í 500 atvinnu- og áhugaljósmyndurum um allan heim.

Bandaríski ljósmyndarinn Gabrial Reising tók mastramyndina. Hún er úr myndaseríu sem kallast „Íslandsbirta“ og var tekin í tilfinningaþrunginni heimasókn til Íslands þar sem slydda og rigning skapraunuðu ljósmyndaranum í fyrstu, áður en hún áttaði sig á því að veðrið er hluti af þeirri reynslu sem Ísland býður upp á. Þannig hafi stálgrindarmöstrin, það eina sem hún sá í hvítri auðninni, dregið hana til sín. Hægt er að kaupa sérprentanir af mastramyndinni. Sjá nánar hér.

Sigurvegari í alþjóðlegu landslagsljósmyndasamkeppnina, sem haldin var í annað sinn í ár, er ástralski ljósmyndarinn Luke Austin. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.

 Nokkrar af bestu myndum alþjóðlegu langslagsmyndasamkeppninnar 2015.pdf
Aftur í allar fréttir