Rafmagnslaust er á ný á Austurlandi eftir útleysingu spenna í Fljótsdal


07.12.2015

Framkvæmd

Útleysing varð á Spennum 7 og 8 í Fljótsdalsstöð um kl. 11.

Við það varð rafmagnslaust á ný á Austurlandi, en rafmagn hafði verið komið þar á að hluta. Þá lesyti Teigarhornslína 1, milli Teigarhorns og Hryggstekks, út rétt fyrir kl. 11 og við það varð rafmagnslaust út frá Teigarhorni og Hólum., þ.e. á Höfn og Djúpavogi og svæðið þar í kring.

Straumlaust er enn á Akureyri en við tilraun til spennusetningar Rangárvallalínu 1 varð útleysing á teinatengi í Blöndu. Við það fór Varmahlíð í eyjarekstur með vélum í Blöndustöð. Svo virðist sem bilun sé á Rangárvallalínu 1. Einnig er enn straumslaust á norðanverðum Vestfjörðum.
Aftur í allar fréttir