Athugasemdartími kerfisáætlunar framlengdur


25.08.2015

Framkvæmd

Landsnet hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu um tvær vikur og stendur hann nú til og með 15. september nk.

Landsneti er umhugað um að fá öll sjónarmið fram í ferlinu og hefur í því skyni framlengt frestinn sem í heild telur nú rúmar 9 vikur frá birtingu draga þ. 10. júlí sl. Athugasemdartími kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu verður því talsvert rýmri að þessu sinni en þær 6 vikur sem bæði raforkulög og lög um umhverfismat áætlana gera ráð fyrir. Það er ósk fyrirtækisins að veittur frestur nýtist umsagnaraðilum vel.

Aftur í allar fréttir