Talið er að útleysing á spenni í Rimakoti hafi orsakast af álagi sem skapaði þrýsting í búnaði í spenninum. Spennirinn hefur verið undir töluverðu álagi síðan hann var tengdur til bráðabirgða í stað spennis sem bilaði þann 11.ágúst síðastliðinn.
Til að mæta truflunum sem gætu komið upp í Vestmannaeyjum er Landsnet með samning við HS Veitur um að til staðar séu 7 MW af uppsettu varafli. Í gær komu hins vegar upp vandamál við framleiðslu varaafls í um það bil tvær klukkustundir á meðan bilun stóð yfir. Bilunin í spenninum og í framleiðslu varaafls kom á versta tíma fyrir notendur á svæðinu, þar sem einn mikilvægasti landsleikur Íslendinga stór yfir á sama tíma. Landsneti þykir miður að bilunin hafi leitt til þess að margir misstu af þessum mikilvæga leik.Viðgerð lokið á spenni sem bilaði í ágúst – tengdur á ný á sunnudag
Viðgerð á spenninum sem bilaði þann 11.ágúst er lokið og er búið að flytja hann í tengivirkið í Rimakot. Í samráði við HS Veitur, dreifiveituna í Eyjum, er búið að skipuleggja tengingu spennisins inn á kerfið á sunnudag svo hún hafi sem minnst áhrif á viðskiptavini veitunnar. Vinna við tengingu spennisins hefst strax á sunnudagsmorgninum og er reiknað með að hún standi fram á kvöld. Rjúfa þarf orkuafhendingu frá raforkuflutningskerfinu á meðan tengingin fer fram og verður þá varaafl keyrt fyrir forgangsorkunotendur í Vestmanneyjum.