Landsnet leitar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði mannauðsmála. Hér er um tímabundið starf að ræða, ráðningartími er að lágmarki til loka október mánaðar nk.
Starfssvið:
- Umsjón með þjálfun starfsmanna og þarfagreiningar
- Umsjón og utanumhald þjálfunar og nýliðaþjálfunar
- Stuðningur við stjórnendur við aðferðir mannauðsstjórnunar
- Ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda og starfsmanna
- Ráðningar, val og umsýsla vegna sumarstarfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, æskilegt á sviði mannauðsmála eða vinnusálfræði
- Góð þekking á fræðslumálum og þarfagreiningu þjálfunar
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hópi
- Góð færni og reynsla í notkun Word og á Excel
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.