Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet hf. árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Í ár eru veittir tveir styrkir, hvor að upphæð 250 þúsund krónur. Það eru Krýsuvíkursamtökin og Vökudeild Barnaspítala Hringsins sem hljóta styrki Landsnets að þessu sinni og tóku fulltrúar samtakanna við styrkjunum í morgun á aðventufundi með starfsmönnum Landsnets í Reykjavík. Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum en Krýsuvíkursamtökin reka meðferðarheimili fyrir ungt fólk sem á við vímuefnavandasmál að stríða.Mynd
Frá afhendingu styrkjanna í morgun. Frá vinstri Jóhanna Guðbjörnsdóttir og Margrét Ó Thorlacíus fulltrúar Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Lovísa Christiansen fulltrúi Krýsuvíkursamtakanna og Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets.