Landsnet óskar eftir þátttakendum í samningskaup um reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið 1. maí 2015 til og með 1. maí 2016.
Heimilt er þó að semja um tímabilið. Með reglunaraflstryggingu er átt við að Landsnet geri samning við einn eða fleiri aðila um að þeir bjóði á ákveðnu tímabili ákveðið lágmark af reglunarafli á reglunaraflsmarkaði, innan vissra afl- og verðmarka. Reglunarafl er það afl sem Landsnet útvegar til að jafna frávik milli áætlaðrar aflnotkunar og raunverulegrar aflnotkunar.Þörf Landsnets vegna reglunaraflstryggingar er metin 40 MW til uppreglunar og 40 MW til niðurreglunar fyrir ofangreint tímabil. Niðurreglun á við þörf fyrir neikvætt reglunarafl, þ.e. afl sem taka þarf út af kerfinu þegar raunnotkun er minni en áætluð notkun í raforkukerfinu í heild. Uppreglun á við þörf fyrir jákvætt reglunarafl, þ.e. það afl sem þarf að bæta inn í kerfið þegar raunnotkun er meiri en áætluð notkun í raforkukerfinu í heild.
Skilmálar Landsnets nr. B.3 um öflun reglunarafls og uppgjör jöfnunarorku eiga við í samningskaupum með eftirfarandi undantekningum:
(1) Undantekning við gr. 2.13: Reglunaraflstrygging takmarkast ekki við samninga við vinnslufyrirtæki, heldur geta einnig stórnotendur sem tengjast flutningskerfinu tekið þátt.
(2) Undantekning við gr. 4.1 og gr. 4.2: Ekki er gerð krafa um að framleiðsla eða notkun sé fjarstýranleg frá Landsneti.
Rætt verður við þá aðila sem áhuga sýna á að taka þátt í samningskaupum og fá þeir að skila inn tilboði að viðræðum loknum. Kröfur til þátttökuaðila er að finna hér að neðan auk frekari upplýsinga um verkefnið.
Skil á þátttökutilkynningu og samningskaupaferli.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt í samningskaupaferlinu skulu tilkynna þátttöku með tölvupósti á netfangið innkaup@landsnet.is fyrir kl. 15:00 þann 9. apríl 2015 merkt „REGLUNARAFLSTRYGGING 2015-16“. Með þátttökutilkynningu skal skila hugmyndum um magn og verð. Samningafundir fara fram 10. apríl.
Upplýsingar
Þörf Landsnets fyrir reglunaraflstryggingu á hverri klukkustund á tímabilinu er metin eftirfarandi:
A. 40 MW til uppreglunar.
B. -40 MW til niðurreglunar.
* Eining er að lágmarki 1 MWh fyrir hverja klukkustund.
Heimilt er að semja um ofangreindar stærðir til hækkunar eða lækkunar.
Samningsaðli um reglunaraflstryggingu skuldbindur sig til að bjóða á markaði það reglunarafl sem samið er um. Tilboð inn á reglunaraflsmarkað fyrir hverja boðna MWh skal þó að hámarki nema kr. 17.000.
Vallíkan
- Verð
Samningur
Gerður verður skriflegur samningur við þá aðila sem samið verður við.
Tekið er fram að ofangreind innkaup eru boðin út í samræmi við reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti nr. 755/2007.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 1. apríl. Allar fyrirspurnir skal senda til innkaup@landsnet.is merkt „REGLUNARAFL REGLUNARAFLSTRYGGING 2015-16 – FYRIRSPURN“
Fylgiskjal A – Útfyllingarskjal fyrir hugmyndir um magn
Fylgiskjal B – Ársáætlun um rof og vinnu í flutningskerfinu og tengdum vinnslueiningum 2013