Óbreytt stjórn hjá Landsneti


13.04.2015

Framkvæmd

Stjórn Landsnets var einróma endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór fimmtudaginn 9. apríl sl. í kjölfar vorfundar félagsins. Á fundinum var ársreikningur Landsnets fyrir árið 2014 jafnframt samþykktur.

Stjórn Landsnets var einróma endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór fimmtudaginn 9. apríl sl. í kjölfar vorfundar félagsins. Á fundinum var ársreikningur Landsnets fyrir árið 2014 jafnframt samþykktur.
Í stjórn Landsnets 2014-2015 sátu Geir A. Gunnlaugsson, fyrrverandi forstjóri Marels og Sæplasts/Promens, Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður Stika, Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, en varmaður í stjórn var Svava Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Strategíu. Þau voru öll endurkjörin til eins árs. Geir hefur setið í stjórn Landsnets frá 2011 og er formaður stjórnar, Svana Helen var kjörin í stjórn 2009 og Ómar árið 2012.

Til að fullnægja lögbundnum kröfum um hlutleysi og jafnræði ber stjórnarmönnum að vera sjálfstæðir og óháðir eigendum Landsnets (Landsvirkjun, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubúi Vestfjarðar) sem og öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu og sölu raforku.
Aftur í allar fréttir