Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri


11.11.2014

Framkvæmd

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.

Landsent og Vegagerðin hafa haft samstarf um leiðarval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisandslínu við undirbúning mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna og standa saman að kynningum á matsáætlunum verkefnanna. Þær fara fram í opnu hús með útprentuðum gögnum og á skjávörpum þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar eru á staðnum og ræða við gesti.

Opna húsið í Reykjavík verur fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 16-19, í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal og á Akureyri þriðjudaginn 18. nóvember, einnig kl. 16-19, á Hótel KEA. Allir eru velkomnir en áður hefur opið hús verið haldið í Ljósvetningabúð í Þingeyjasveit og á Hellu.

Frestur til að gera athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar rennur úr á fimmtudag í næstu viku, þann 20. nóvember.

Drög að tillögu að matsáætlunar Sprengisandslínu er að finna á heimasíðu Landsnets en fyrir Sprengisandsleið á vef Vegagerðarinnar.




 

Aftur í allar fréttir