Drög að matsáætlun vegna Sprengisandslínu annars vegar og Sprengisandsleiðar hins vegar liggja nú frammi til kynningar fyrir almenning, hagsmunaaðila og lögbundna umsagnaraðila á heimasíðum Landsnets og Vegagerðarinnar. Athugasemdafrestur er til 20. þessa mánaðar.
Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, standa Vegagerðin og Landsnet fyrir opnu húsi í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu og í stjórnsýsluhúsinu á Hellu þar sem drög að tillögu að matsáætlun beggja verkefna verða kynnt. Opna húsið í Ljósvetningabúð er milli kl. 18-22 í kvöld en milli kl. 16-20 á morgun, miðvikudag, á Hellu. Þar munu fulltrúar frá Landsneti, Vegagerðinni og ráðgjöfum verða á staðnum, til að svara fyrirspurnum og eru allir velkomnir.Opið hús í dag og á morgun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar
04.11.2014
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR