Einar S. Einarsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets.
Um nýtt starf er að ræða og mun hann stýra málefnum er snúa að þjónustu og markaðsmálum, s.s. þróun raforkumarkaðar, markaðsáætlunum, markmiðssetningu og samhæfingu markaðs- og þjónustumála. .Einar er 42 ára gamall, með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.
Einar kemur til Landsnets frá ÁTVR þar sem hann hefur starfað frá árinu 1996. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÁTVR á árunum 2004 - 2007 en frá 2007 var hann framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs með ábyrgð á rekstri og þjónustu vínbúða ÁTVR, ásamt innkaupum á áfengi og tóbaki.