Norðlendingar áhugasamir um áform um línu og veg yfir Sprengisand – opið hús á Hellu í dag
Starfsfólk Landsnets, Vegagerðarinnar og ráðgjafar sem vinna að mati á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar eru ánægðir með þann mikla áhuga sem gestir í opnu húsi í Þingeyjasveit sýndu áformum um fyrirhugaða Sprengisandslínu og nýja Sprengisandsleið.
Opið hús í dag og á morgun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar
Drög að matsáætlun vegna Sprengisandslínu annars vegar og Sprengisandsleiðar hins vegar liggja nú frammi til kynningar fyrir almenning, hagsmunaaðila og lögbundna umsagnaraðila á heimasíðum Landsnets og Vegagerðarinnar. Athugasemdafrestur er til 20. þessa mánaðar.
Hönnun háspennulína á norðurslóðum til umfjöllunar á alþjóðaþingi Artic Circle
Undirbúningur og hönnun háspennulína á norðurslóðum var eitt fjölmargra umfjöllunarefna á nýafstöðnu alþjóðaþingi Hringborðs norðurslóða sem fram fór í Hörpu um helgina en rúmlega 1.300 þátttakendur frá 34 löndum sóttu þingið.
Hefja mat á Sprengisandslínu
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands, um Sprengisand.
Yfirgripsmikill haustfundur NSR
„Rekstur raforkuflutningskerfisins er kominn að þanþolum og kerfið getur illa tekið við áföllum í rekstrinum, hvað þá náttúruhamförum“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets á haustfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR), sem haldinn var í húsakynnum Landsnets þann 29. október.
Prófanir vegna nýrrar varaflsstöðvar í Bolungarvík
Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.
Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets
Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun.
Rafmagn vegna flutningstapa hækkar verulega annað árið í röð - dræm þátttaka í útboði
Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári í kjölfar 23% hækkunar milli ára á rafmagni sem fyrirtækið kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu. Aðeins tvö orkufyrirtæki tóku þátt í útboði Landsnets vegna flutningstapa 2015 og ekki fengust tilboð í allt það orkumagn sem boðið var út.
Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu
Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.
Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla
Vinnu við kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar er nú lokið. Almennt hefur verið tekið tillit til margvíslegra ábendinga sem bárust á kynningartíma og hefur frekari upplýsingum eða rökstuðningi verið bætt við lokaútgáfu umhverfisskýrslunnar. Meginviðbrögð Landsnets við athugasemdunum munu hins vegar koma fram við mótun næstu kerfisáætlunar og umhverfismat hennar.
Laus störf rafiðnaðarmanna til umsóknar
Landsnet hf. óskar að ráða rafiðnaðarmenn til starfa við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi.
GARPUR - rannsókn á áreiðanleika raforkuflutningskerfa komin vel á skrið
Á þriðja tug fræðimanna, sérfræðinga og stjórnenda frá raforkuflutningsfyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem tengjast rannsóknarverkefninu GARPUR komu saman hjá Landsneti í liðinni viku til að fara yfir stöðu mála í þeim verkhluta sem Landsnet leiðir í rannsókninni og snýr að rauntímastýringu og skammtímaáætlanagerð raforkukerfisins.
Neyðarbúnaður vegna flóðahættu fluttur að Búrfelli og Sultartanga
Landsnet hefur flutt stálturna og annað viðgerðarefni að tengivirkjum fyrirtækisins við Búrfell og Sultartanga til að auka viðbragðsgetu og stytta viðgerðartíma, komi til bilana á háspennulínum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu vegna eldgoss í Bárðarbungu.
Staða forstjóra Landsnets er laus til umsóknar
Á ársfjórðungsfundi Landsnets í síðustu viku tilkynnti stjórnarformaður starfsmönnum að Þórður Guðmundsson forstjóri hefði óskað eftir að láta af störfum um næstu áramót.
Forstjóri Landsnets lætur af störfum um áramót
Kaflaskil verða í starfsemi Landsnets um áramót þegar Þórður Guðmundsson forstjóri lætur af störfum en hann hefur stýrt fyrirtækinu allt frá stofnun þess fyrir 10 árum. Starf forstjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.
Mikill áhugi á að starfa fyrir Landsnet
Vel á annað hundrað svör bárust vegna tveggja starfa sem auglýst voru laus til umsóknar hjá Landsneti á dögunum. Þakkar fyrirtækið öllum umsækjendum fyrir áhugann en fyrirséð er að úrvinnsla þeirra mun taka nokkurn tíma.
Nýtt tengivirki tekið í notkun
Nýtt tengivirki landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið formlega í gagnið á miðvikudag.
Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði
Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið í dag þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok.
Landsnet hyggst opna starfsstöð á Akureyri
Landsnet kannar nú möguleikana á því að koma á fót viðhalds- og viðbragðsaðstöðu fyrirtækisins fyrir Norðurland og hefur í því sambandi verið auglýst eftir hentugu húsnæði á Akureyri til kaups eða langtímaleigu.
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Dyngjujökli
Neyðarstjórn Landsnets kom saman kl 15:15 í dag vegna tilkynningar frá Almannavörnum um að gos væri hafið í Dyngjujökli. Miðað við fregnir er um lítið gos að ræða en búast má við að flóðvatn skili sér í Jökulsá á Fjöllum.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR