27.3.2018

Hætt við útboð á framkvæmdum vegna Lyklafellslínu

Í kjölfarið á niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála í máli nr. 84/2017, kæra á samþykkt bæjarstjórnar Hafnafjarðarbæjar frá 21. júní 2017 um veitingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Lyklafellslínu, þar sem framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar er fellt úr gildi hefur Landsnet hætt við öll útboð vegna neðangreindra framkvæmda.

27.3.2018

Jarðstrengskostir voru skoðaðir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.

26.3.2018

Sigrún Björk áfram stjórnarformaður Landsnets

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var ​föstudaginn 23. mars 2018 var stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður , Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson.

15.3.2018

99,99% afhendingaröryggi raforku

Gætum við hugsað okkur lífið án rafmagns? Alls ekki, enda teljum við sjálfsagt í dag að hafa gott aðgengi að rafmagni hvar sem við erum stödd á landinu, hvort sem það er í atvinnurekstri eða til að hlaða síma, tölvur og bíla.

15.3.2018

Ársskýrslan 2017

Árið 2017 var eitt mesta framkvæmdaár í sögu okkar hjá Landsneti. Í fyrsta skipti í mörg ár lauk framkvæmdum við stórar loftlínur þegar Þeistareykjalína 1 og Kröflulína 4 voru teknar í notkun.

14.3.2018

Nýir straumar og leiðir til framtíðar á vorfundi Landsnets

Fjölmennur vorfundur Landsnets var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag, miðvikudag undir yfirskriftinni „Nýir tímar“. Áherslur fundarins voru framtíðaráskoranir í raforkumálum og hvernig hægt sé að auka samtal um raforku. Á fundinum var lagt upp með lausnamiðaða umræðu um framtíð orkumála og hvernig tekist yrði á við þær áskoranir sem blasa við.

6.3.2018

Spennandi nýjung og stórbætt upplýsingagjöf

Við erum að opna nýtt svæði fyrir viðskiptavini og áhugasama um tengingar við landsnetið. Útliti og innihaldi síðunnar hefur verið umbylt til að auðvelda aðgengi að upplýsingum.

2.3.2018

Fyrirhuguð endurnýjun samninga um innkaup á reiðuafli

Landsnet hefur í hyggju að endurnýja samninga við Landsvirkjun um kaup á reiðuafli. Annars vegar er fyrirhugað að endurnýja fyrir 30. apríl nk. samning um reiðuafl í Fljótsdalsstöð. Hins vegar er fyrirhugað að endurnýja fyrir 31.desember nk. samning um reiðuafl á Þjórsársvæði.

21.2.2018

Vestmannaeyjastrengur 3 – orsök bilunarinnar í apríl 2017 líklegast veikleiki í einangrun

Eitt af stærstu verkefnum okkar hjá Landsneti á síðasta ári var viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3. Strengurinn sem er að stærstum hluta sæstrengur bilaði í byrjun apríl 2017 í kjölfar byggingu nýs tengivirkis í Vestmannaeyjum og spennuhækkunar á afhendingu raforku í 66 kV.

20.2.2018

Rafmagn fór af Grindavík í nótt

Um klukkan þrjú í nótt varð truflun í flutningskerfinu á Reykjanesi sem varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í Grindavík í nokkra klukkutíma.

15.2.2018

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018 - Menntasproti ársins

Landsnet er menntasproti ársins 2018. Allan sólarhringinn vinna starfsmenn í stjórnstöð fyrirtækisins við að stýra raforkukerfi Íslands sem er flóknasta kerfi landsins. Landsnet ber einnig ábyrgð á því að sinna viðhaldi þess og rekstri þannig að það virki, að tryggja að landsmenn geti haft ljósin kveikt þegar þeim hentar og að hjól atvinnulífsins snúist.

13.2.2018

Ásmundur Bjarnason ráðinn til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

7.2.2018

Jafnvægi í rekstri - eitt stærsta framkvæmdaár í sögu Landsnets

Ársreikningur 2017 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 7. febrúar 2018.

5.2.2018

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2018-2027

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlun 2018-2027 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

25.1.2018

Brugðumst hratt við

Rétt eftir klukkan tvö í gær varð truflun í raforkukerfinu þegar Blöndulína 1, á milli Blöndu og Laxárvatns, leysti út og í kjölfarið var kerfinu skipt upp í tvo hluta til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi eða miklar skerðingar.

17.1.2018

Suðurnesjalína 2 - Mat á umhverfisáhrifum

Kynning á drögum að tillögu matsáætlunar fyrir Suðurnesjalínu 2 hófst þann 18. janúar 2018 og stendur til og með 12. febrúar.

11.1.2018

Styrking flutningskerfisins á Vestfjörðum - jarðstrengir eru takmörkuð auðlind

Við hjá Landsneti höfum lengi talað fyrir uppbyggingu og styrkingu flutningskerfisins og fögnum allri umræðu um bætt afhendingaröryggi og uppbyggingu á kerfinu.

9.1.2018

Jarðstrengir í raforkukerfinu

Flutnings- og dreifikerfi raforku eru mikilvægur hluti af innviðum nútíma þjóðfélags. Erfitt er að hugsa sér daglegt líf ef rafmagns nyti ekki við.

8.1.2018

Gjaldskrá