Jöfnunarorkuverð
Netmálar
Gagnabanki
Upprunaábyrgðir
Breyting á gjaldskrá vegna upprunaábyrgðar
Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) eru staðfesting á að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er beinn stuðningur við slíka orkuframleiðslu innan Evrópu og er þannig hvatning til áframhaldandi upbyggingu innan geirans. Þetta er einnig leið fyrirtækja til að votta sína vöru og þjónustu með alþjóðlegum umhverfisvottunum.
Gjaldskrá lækkun
Breytingin felur í sér 20% lækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa - Ný gjaldskrá tók gildi 1. janúar 2018 .
Afl- og orkujöfnuður
Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2017 – 2020 sem unnin var fyrir Landsnet kemur fram að líkur á aflskorti eru lægri en í fyrri útreikningum.
Skipulagsstofnun tekur undir helstu niðurstöður vegna Kröflulínu 3
Skipulagsstofnun telur matsskýrslu vegna Kröflulínu 3 uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt en þetta kemur fram í áliti sem stofnunin gaf út 6.desember.
Landsnet styrkir Pieta samtökin
Í stað þess að senda jólakort veitum við hjá Landsneti árlega styrk til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Hafa flutt rafmagn í 350 ár !
Í dag afhentum við 26 starfsmönnum okkar starfsaldursviðurkenningar. Þeir fengu viðurkenningar fyrir 5, 10, 15, 25, 30 og 35 ára starfsaldur. Það er okkur mikil ánægja að sjá þennan stóra hóp sem hefur verið hjá okkur í þennan langa tíma en þess má geta að meðalstarfsaldur hjá okkur er 18,5 ár.
Jarðstrengur á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks
Áætlað er að vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að Sauðárkróki hefjist sumarið 2018 en tilboð í strenginn voru opnuð í vikunni og buðu sex fyrirtæki í framleiðslu strengsins.
Samið við Norræna fjárfestingarbankann
Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna bandaríkjadala, um 5,2 milljarða króna, til að fjármagna framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1, Kröflulínu 4 og til að styrkja flutningskerfið í Skagafirði og á Snæfellsnesi. Lánið er mjög hagstætt, til tíu ára og á föstum vöxtum.
Grundarfjarðarlína
Í morgun varð rafmagnslaust í Grundarfirði í um það bil 15 mínútur þegar Grundarfjarðarlína 1 sló út.
Yfir 40 þúsund manns án rafmagns í gærkvöldi
Í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt urðu tvær stórar truflanir sem leiddu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni urðu rafmagnslaus um tíma.
Landsnet á framtak ársins á sviði loftslagsmála - fyrir snjallnet á Austurlandi
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem er í dag. Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála fyrir snjallnet á Austurlandi en Icelandair hótel voru valin umhverfisfyrirtæki ársins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins veitti verðlaunum móttöku á Hilton Reykjavík Nordica
Kerfisáætlun 2015 – 2024 í gildi
Í kjölfar synjunar Orkustofnunar á Kerfisáætlun Landsnet fyrir árin 2016 – 2025 hefur Landsnet nú endurmetið framkvæmdaáætlun fyrirtækisins. Niðurstaða viðræðna milli Landsnets og Orkustofnunar um stöðuna sem komin er upp er sú að Kerfisáætlun 2015-2024 sé enn í gildi og þau verkefni sem hún inniheldur séu með samþykki Orkustofnunar.
Bilun í símkerfi
Bilun er í símkerfi Landsnets og ekki hægt að hringja inn í gegnum skiptiborðið.
Landsnet fær ISO vottun
Við hjá Landsneti leggjum áherslu á skilvirkt skipulag reksturs með sterkum meginstoðum og skýrum ábyrgðarhlutverkum.
Nýtt spennuvirki í Vestmannaeyjum
Í gær miðvikudaginn 23. ágúst tóku HS Veitur hf. og Landsnet formlega í notkun nýtt 66 kV spennuvirki sem staðsett er við Strandveg 16 í Vestmannaeyjum.
Sterk eiginfjárstaða og stöðugur rekstur
Árshlutareikningur Landsnet fyrir janúar – júní 2017 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR