Jafnvægi í rekstri - eitt stærsta framkvæmdaár í sögu Landsnets


07.02.2018

Framkvæmd

Ársreikningur 2017 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 7. febrúar 2018.

Helstu atriði ársreikningsins: 

  • Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 59,3 milljónum USD (6.336,1 millj.kr.)[1]  samanborið við 49,7 milljónir USD (5.308,8 millj.kr) árið áður.Hækkunin er um 9,6 milljón USD (1.027,3 millj.kr) á milli ára og skýrist aðallega af breytingum á gjaldskrám og áhrifum af styrkingu krónunnar.
  • Hagnaður nam 28,0 milljónum USD (2.991,2 millj.kr) á árinu 2017 samanborið við 13,0 milljónir USD (1.384,6 millj.kr.) tap á árinu 2016.
  • Endurfjármögnun langtímalána í lok árs 2016 til samræmis við starfrækslugjaldmiðil Landsnets, skapaði jafnvægi í rekstri félagsins. Áhætta félagsins vegna gjaldmiðla hefur minnkað töluvert og eru heildaráhrif af styrkingu krónunnar ekki mikil í rekstri.
  • Lausafjárstaða félagsins er sterk, handbært fé í lok árs nam 49,2  milljónum USD og handbært fé frá rekstri á árinu nam 68,7 milljónum USD. Með sterkri lausafjárstöðu og nýrri lántöku hefur félagið tryggt fjármögnun áætlaðra framkvæmda ársins 2018.

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri segir árið 2017 hafa verið met framkvæmdaár og að stöðugleiki hafi verið í rekstrinum.

„Rekstur ársins var í takt við áætlanir hjá okkur og það er ánægjulegt að sjá að sú vinna sem við höfum verið í skilar stöðugum rekstri í stað mikilla sveifla sem áður voru. Endurfjármögnun langtímalána á hagstæðum kjörum, færsla yfir í bandaríkjadali ásamt endurbótum á ferlum skapaði það jafnvægi í rekstri sem vænst var til. Áhætta félagsins vegna gjaldmiðla hefur minnkað töluvert og eru áhrif af styrkingu krónunnar ekki mikil í rekstrinum. Þetta ár er eitt af stærstu framkvæmdaárum fyrirtækisins og er ánægjulegt að sjá að framkvæmdakostnaðurinn var að mestu í samræmi við áætlanir þrátt fyrir miklar tafir í stórum verkefnum. Áfram var greitt niður lán frá móðurfélaginu til að draga úr áhættu í endurfjármögnun vegna gjalddaga ársins 2020. Framundan eru miklar áskoranir við að tryggja aðgang allra landsmanna að nægu öruggu rafmagni, spara orku og byggja kerfi sem nýtir betur  núverandi virkjanir. Landsnet er vel í stakk búið til að takast á við þær.“

Ársreikningur Landsnets 2017.pdf

Landsnet Financial statement 2017.pdf

Landsnet Fréttatilkynning ársreikn 2017.pdf

Announcement Landsnet 2017.pdf

Aftur í allar fréttir