Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir miklu máli að sátt ríki í samfélaginu um hlutverk okkar og áherslur og skilningur sé á því að flutningskerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Fyrir okkur skiptir samtalið máli og við leggjum áherslu á að eiga frumkvæði að stöðugu samtali við hagsmunaaðila.
Stjórn Landsnets var á ferðinni á dögunum á norðurlandi og fundaði með sveitarstjórnarfólki í Skagafirði, Akrahreppi, Reykhólahreppi, Árneshreppi og á Blönduósi.
Fundirnir voru gagnlegir og það skiptir miklu máli fyrir okkur að hlusta og heyra hvað brennur á fólki á svæðinu og að ræða hvernig við getum byggt upp jafnan aðgang að rafmagni í því magni og þeim gæðum sem þörf er á með afhendingaröryggi að leiðarljósi.
Við þökkum öllum sem tóku á móti okkur fyrir gagnlega fundi og hlökkum til að halda samtalinu áfram.
kynningar frá fundumum:
Kynning á Blönduósi
Kynning á Hólmavík
Kynning á Sauðárkróki
Kynning í Hörgársveit