Breytingin felur í sér 5,5% lækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa.
Landsnet semur um kaup á raforku vegna flutningstapa á þriggja mánaða fresti og ákvarðast gjaldið af kostnaði við útboð Landsnets. Kostnaður fyrir fjórða ársfjórðung 2018 liggur fyrir og hefur lækkað um 0,3% frá sama ársfjórðungi í fyrra á meðan raforkumagn er áætlað um 8,92% meira en frá sama ársfjórðungi fyrir ári. Það skilar sér í 5,5% lækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa.
Áhrif lækkunarinnar á rafmagnsreiknings hins almenna notanda vegna þessara breytinga eru litlar sem engar eða um -0,034%.
Frekari upplýsingar um gjaldskrá Landsnets má finna hér.
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á gjaldskrá Landsnets.